Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 23
23 Sjónvarp DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. c Utvarp ÞJÓÐSKÖRUNGAR 20. ALDAR - sjónvarp í kvSld kl. 20,45: Seinni mynd um Franklin D. Roosevelt Þessi seinni þáttur um Franklin D. Roosevelt, bandaríska forsetann sem dó i stríðslok, er einn af mörgum þáttum um frægustu stjórnmála- menn þessarar aldar. Næsti þáttur verður um Gandhi sem leiddi Ind- verjatil sjálfstæðis. Það tók tvö ár að gera þessa þætti sem unnir eru af kanadískum sjón- varpsframleiðendum í samvinnu við blaðamenn hjá stórblaðinu New York Times. Notaðir eru bútar úr heimildarmyndum, og varð það því mikil töf fyrir gerð þáttanna þegar kvikmyndasafn Bandaríkjanna í Washington brann til kaldra kola árið 1978. En annars var leitað fanga út um allan heim og fengnar gamlar frétta- myndir hvaðanæva. Leitazt er við að gera þættina sem sannsögulegasta. Framleiðendur þeirra reyna að gera sér grein fyrir hvað það var sem gerði valdamenn 20. aldar að þeim persónum sem þeir voru. Hvers vegna sóttust þeir eftir mannaforráðum, hvernig var sálin í þeim innréttuð og hvað gerði þá hæfa til að stjórna? Blaðamennirnir sem leggja sinn skerf til myndarinnar eru margir gamlir í hettunni og muna vel eftir þeim frægu mönnum sem um er fjall- að, en þeir sem endanlega semja myndirnar eru ungir og hafa því enga fyrirfram fastmótaða mynd af frægðarmönnunum. Sögumaður i þáttunum er Henry Fonda, en tónlistin við hana er samin af ungri kanadískri konu, Patriciu Cullen. Þá hefur komið út bókin Portraits of Power (Lýsingar á vald- höfum), byggð á efni þáttanna. Og svo við snúum okkur aftur að Roosevelt þá var hann fjórum sinnum kjörinn forseti Bandaríkj- anna, og er það algjört met. Hann þykir einn af þeirra merkustu forset- um. Samt var hann í hjólastól vegna lömunarveiki. Hann gerði umfangs- miklar ráðstafanir (New Deal) til að bæta efnahag bandarísku þjóðarinn- ar á kreppuárunum. Þegar heims- styrjöldin síðari var komin af stað reyndi hann eftir megni að halda Bandarikjunum utan hernaðarátak- anna en eftir árás Japana á Pearl Harbour sneri hann við blaðinu. Hann sat mjög sögulega samninga- fundi með þeim Churchill og Stalin, þann frægasta á Yalta. En hann lifði það ekki að sjá nasista gefast upp. Þremur vikum áður lézt hann, en varaforsetinn, Truman, tók við stjórnartaumunum. ,,Fáir samtíðarmenn munu hafa jafnmikil áhrif á það hvernig fer um menningu okkar eins og Roosevelt,” sagði Churchill um þennan félaga sinn. -IHH. New York — háborg auðs og valda. En á kreppuárunum dofnaði yfir efnahagslífinu þar eins og annars staðar í Bandaríkjunum þangað til Roosevelt reyndi að blása i það nýju lifi með ,,New Deal” ráðstöfunum sínum. GUNNAR Á HLÍÐARENDA - útvarp í kvðld kl. 21,00: Lagaflokkur um Njálu eftir Jón Laxdal í kvöld verður fluttur lagaflokkur frá þeim tíma sem sjálfstæðisbarátta íslendinga var á hápunkti upp úr aldamótunum. Þá bjuggu þeir Jón Laxdal tónskáld og Guðmundur Guðmundsson, oft nefndur skóla- skáld, báðir á ísafirði og sömdu saman lagaflokk byggðan á efni Njálssögu. Guðmundur orti ljóðin en Jón Laxdal lögin. Þetta kom út í heftum sem hétu Gunnar og Njáll, Gunnar og Kol- skeggur og svo framvegis. Vöktu þau mikla hrifningu hjá almenningi og voru rifin út um leið og þau komu í verzlanir. Á fyrri hluta aldarinnar voru þau mikið leikin og sungin, en nú heyrast þau sjaldnar og verður forvitnilegt að fá tækifæri til að fylgjast með flutningi þeirra í kvöld. Flytjendur eru ekki af verri endan- um: Guðmundur Guðjónsson, Guð- mundur Jónsson og félagar úr Karla- kórnum Fóstbræðrum. Undirleikari er Guðrún Kristinsdóttir. Þess má geta að Jón Laxdai samdi fleiri lagabálka úr fornsögunum. Fyrir allmörgum árum söng Þuríður Pálsdóttir Helgu fögru í ríkisútvarp- ið, en það efni er byggt á Gunnlaugs sögu ormstungu. Og þótt ekki séu margir sem kunna þessi lög nú orðið þá eru mörg söng- lög Jóns Laxdal vinsæl enn þann dag í dag, eins og t.d. Sólskríkjan (Sú rödd var svo fögur), við texta Þor- steins Erlingssonar. Því má ekki heldur gleyma að Jón Laxdal var afi núverandi fjármála- ráðherra, Ragnars Arnalds. -IHH. Guömundur Guöjónsson og Guðmundur Jónsson eru meðal flytjenda lagaflokksins um Gunnar á HUöarenda og aörar hetjur Njálu. Blaðburðarfólk óskast strax til blaðburðar og umsjónar fyrir utan á (ekki yngri en 12 ára). Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 99- BIAÐIÐ Pöntunarsími fyrír hárgreiðs/u í Hafnarfirði og nágrenni er 54688 HÁRGREIÐSLUSTOFAIM MEYJAN Reykja víkurvegi 62. — Simi54638 He/físsandur: Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni strax. Upp- lýsingar á afgreiðslu Dagblaðsins í síma 91- 27022. Breiðdalsvík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Breiðdals- vík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97- 5677 eða á afgreiðslunni í síma 91-27022. Eskrfjörður Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Eskifirði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 97-6331 eða á afgreiðslunni í síma 91-27022. Þórkötiustaðahverfi Grindavík Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni í Þórkötlu- staðahverfi Grindavík. Upplýsingar hjá umboðs- manni í síma 92-8061 eða á afgreiðslunni í síma 91-27022. MMEBUmi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.