Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent D Ráöherra í pólsku kommúnista- stjórninni hefur ásakað Einingu, sam- tök óháðu verkalýðsfélaganna, fyrir að hafa með þingi sínu fyrr í þessum mán- uði eyðilagt alla möguleika á samstarfi á milli Varsjár-stjórnarinnar og Eining- ar. Talsmaður Einingar svaraði ásökun þessari með því að hreyfingin tæki ekki mark á ógnunum. Washington: Forseti E1 Salvador, Jose Napoleon Durate, hefur tilkynnt Reagan forseta að hann sé reiðubúinn til samninga við vinstrisinnaða andófsmenn með því skilyrði að hinir síðarnefndu láti af hryðjuverkum. NewYork: Lögfræðingar Hugh Carey, borgar- stjóra í New York, hafa sagt að borgar- stjórinn muni ganga þvert ofan í fyrir- mæli dómara og leyfa leik s-afríska rugbyliðsins Springboks í Albany, þrátt fyrir hótanir um mótmælaaðgerðir vegna kynþáttastefnu S-Afríku-stjórn- Ztirích: S-Afríkumenn og Bandaríkjamenn hófu í gær i Zllrich opinberar viðræður um áformaða sjálfstæðistöku Namibiu árið 1983: Ekkert hefur enn verið látið uppskátt um niðurstöður viðræðna þessara. 34 stjórnarmeðlimir alþjóða kjarn- orkuráðsins sem nú þinga í Vín hafa mælt með því að ísrael verði rekið úr samtökunum vegna árásar þess á kjarn- orkuver í írak í júní sl. Margir bankar í Bandaríkjunum hafa lækkað lánavexti sína úr 20% niður í 19,5% og hefur það leitt til falls á dollara en hækkunar gullverðs. Eyskens forsætisráðherra biðst lausnar: Ennein belgísk stjómarkreppa — Sjötta stjórnarkreppan á þremur árum Bandaríkjaþing hefur nú samþykkt samhljóða að útnefna Söndru O’Connor, 51 árs gamlan dómara frá Arizona, sem fyrstu konuna við Hæstarétt Bandarikjanna. Stjórnarkreppa er nú hafín í Belgiu eftir að Mark Eyskens forsætisráð- herra baðst lausnar í gær fyrir sig og samsteypustjórn sína. Var ágrein- ingsmálið fjárhagsaðstoð við stáliðn- aðarmenn. Enn er óljóst hvort þetta mun leiða til nýrra kosninga, nýrrar tilraunar til samsteypustjórnar eða hvort ópóli- tískir sérfræðingar muni taka við stjórn landsins til bráðabirgða. Eyskens, sem er úr flokki flæmskumælandi kristilegra demó- krata, baðst lausnar eftir að ráð- herrar frönskumælandi sósíalista neituðu að sinna öðrum stjórnar- störfum á meðan ekki hefur verið leyst úr vanda stáliðnaðarins. Baldvin konungur hefur beðið stjórnina að sitja til bráðabirgða á meðan hann leitar annars forsætis- ráðheraraefnis og er búizt við aö slíkar viðræður hefjist í dag. Þessi stjórnarkreppa er sú sjötta eftir kosningarnar 1978, en þá tókst engum flokki að ná meirihluta. Samsteypustjórn Eyskens átti að Næsta stjórn á undan féll vegna baki sér stormasama 5 mánaða málastríðs milli þeirra 5,5 milljóna stjórnartíð vegna óvinsælla fjárhags- Belga er mæla á flæmsku og 4 millj- aðgerða, en Belgia á nú við mikla óna frönskumælandi Belga. fjárhagsörðugleika að striða. Baldvin Belglukonungur REUTER I ■ I ■ I ■ I BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR MÝI WMSSKÓLIMM Sími52996 INNRITUN stendur yfir i sima 52996 k/. 1-6 virka daga Takmarkað í hvern tíma 'f-RMÍNAÍ ÍERMÍNAl fERMÍNAl ÍERMÍNAt fERMÍNAI fERMÍNAl tERMÍNAl tERMÍNAI fERMÍNAt haarijao haapoac kaarbaD fERIVIÍNAl tfRMÍNv ****■•'■%■ -4,. ' TERMINAL PROFESSIOIMAL Hársnyrtiefni fyrir fagfóik, aðeins til endursöiu hjá því. Námskeið verður ha/dið mið- vikudaginn 23. sept í meðferð á þessum efnum ásamt öðrum vörum frá Kadus. Aiiar nánari upp/ýsingar varðandi námskeiðið á Hársnyrtistofunni Papiiiu, sími 17144. LEIÐBEINANDI: TORFI GEIRMUNDSSONf igítvpf)1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.