Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 2
2 —KARLMENN ATHUGIЗ Ef þú ert einn af þeim sem hafa misst hárið, þá færðu hér tækifæri til að leysa málið. Sendu inn línu, og þú munt fá sendar upplýsingar um hvernig hárígræðsla er framkvæmd og hvernig þú getur brugðizt við ef þú hefur áhuga á að fara til Bretlands og fá hárígræðslu. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og heimilisfang til: Pósthólf 193 Garðabæ. EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMAR 29555 OG 29558 OPIÐ KL. 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA. Ba/dursgata 2ja herb. ósamþykkt kjallaraíbúð, verð kr. 200.000,00. Dvergabakki 3ja herb. 83 ferm íbúð á 3. hæð, mjög vönduð og góð eign, verð kr. 500.000,00. Melgerði 3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00. Hörgshfíð Einstaklingsíbúð til sölu. Verð tilboð. Hafívaigarstígur 2ja herb. stór íbúð á jarðhæð, verð kr. 370.000,00. Vesturberg 3ja herb. íbúð á jarðhæð, 83 ferm, verð 500.000,00. Ljósheimar 3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir sams konar eign með stórum stofum. Leirubakki 4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd- uð eign, verð kr. 700.000,00. Lækjarkinn 3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her- bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr. 650.000,00. Breiðás 5 herb. stór sérhæð, falleg ræktuð lóð, fagurt útsýni, bílskúrsréttur, verð kr. 700.000,00. Átfheimar 4 herb. íbúð, 110 ferm, á 3. hæð, fæst í skiptum fyrir góða 3ja herb. íbúð. Reykjavegur — Mosfefíssveit Einbýlishús sem er 4 stór svefnherbergi, 2 samliggjandi stofur, eldhús og bað plús 50 ferm bílskúr, verð 1.000.000,00. Esjugrund, Kjalarnesi Sökklar að raðhúsi, allar teikningar fylgja, búið að greiða öll lóðargjöld. Verð 180.000.00. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr. 850.000,00. Sandgerði 3ja herb. 110 ferm íbúð í tvíbýlishúsi, verð kr. 240.000,00. Selfoss Einbýlishús á 2 hæðum, stór bílskúr, verð kr. 600.000,00. Skerjafjörður Höfum verið beðnir að útvega góða byggingarlóð fyrir mjög fjársterkan kaupanda. Óskum eftí'r 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi. einbýlishúsi í gamla bænumn, með bílskúr, einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima hverfi, Langholti eða Laugarnesi. SKOÐUM 0G METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ 0G FLJÖT ÞJÓNUSTA ER KJÚR0RÐ OKKAR. AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU Á ÞRIÐJUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM. EIGNANAUST, Þ0RVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. . I 'r ^ #? |~wj t— . 1 | ; - | L' | rr" 1 I ! • f • í | f Matreiðslumaður sat af sér hluta af sekt fremur en aö greiða hana til þess að kynnast fangelsismálum af eigin raun. DB-mynd: Einar Ólason. Fangelsismál: „Varhugavert að leggja um of trúnað á hvítþvegnar sögur síafbrotamanna” —fangaverðir sýndu virðingarverða stillingu Matreiðslumaður skrifar: Ég valdi þann kost að sitja af mér hluta af sekt fremur en að greiða hana — beinlínis til þess að kynnast fangelsismálum okkar af eigin raun. Sat ég inni i Steininum að Skóla- vörðustíg 9 og vegna þess að svo margt neikvætt hefur verið skrifað um þann stað og fólkið sem þar gegn- ir störfum þá tel ég rétt að segja frá minni reynslu. Ég var settur inn um kl. 17, mánudaginn 14. þ.m. og losnaði ekki fyrr en laust fyrir hádegi fimmtudaginn 17. Ég sat inni á fjórða sólarhring og ætti því að hafa frá marktækri reynslu að segja. Fæðið var prýðilegt og er ég ágæt- lega fær um aö kveða upp þann dóm, því svo vill til að ég er matreiðslu- maður að mennt. Ennfremur hefur mikið verið skrif- að um þjösnahátt og andlegt sem lík- amlegt ofbeldi fangavarða, en ekki varð ég var við það — þvert á móti. Þann tíma sem ég var þarna sýndu þeir oft virðingarverða stillingu — við aðstæður sem flestum hefði al- gjörlega ofboðið. í sambandi við margrædd símamál fanga vil ég geta þess að ég átti greiðan aðgang að síma. Auðvitað voru þau símtöl hleruð, enda er alveg sjálfsagt að gera það. Við fangarnir höfðum nóg af les- máli og gátum spilað og teflt eins og okkursýndist. Það er varhugavert að leggja um of trúnað á hvítþvegnar sögur síafbrota- manna. Vænlegt er að hafa hugfast að fleiri en ein hlið eru á öllum mál- um. Mætti Dagblaðið taka það til at- hugunar í þessu sambandi ekki síður en öðrum. Flugmálin: Var flogið inn í fuglahóp að óþörfu? —hættulegur leikur efsatt er 7931—1839 skrifar: Ég rakst á grein í einu dagblaðanna laugardaginn 12. september sem bar fyrirsögnina Stuggað við fuglum á Reykjavíkurflugvelli. í fréttinni er síðan talað um hættuna sem því fylgir að fuglar hópi sig saman á flug- braut. Þetta varð til þess að ég ákvað að þegja ekki lengur um atburð sem átti sér stað úti á landi nú fyrir skömmu. Ég var flugfarþegi frá Rifi til Reykjavíkur miðvikudaginn 2. september. Hér var um áætlunarvél að ræða, tveggja hreyfla, níu sæta vél en farþegar sem komu með vél- inni voru 3 og fóru allir út á Rifi. Fjórir eða fimm farþegar fóru með vélinni til Reykjavíkur. 1 vélinni var einn flugmaður og sáralítill farangur. Veður var ágætt, gott skyggni og hægur vindur en þegar lagt var af stað fór vélin alveg út á brautarenda, æddi eftir endilangri brautinni. Það skal tekið fram að ég hef oft flogið með þessari vél (og öðrum) og veit að hún þarf ekki nema rúmlega hálfa brautarlengd þegar hún er létt, fáir farþegar, lítill farangur og eldsneytis- geymar um það bil hálfir. í stað þess að lyfta vélinni fyrr keyrði flugmaðurinn alla brautina á enda en þar höfðu safnazt saman fuglar sem fældust og flugu upp. Um það leyti sem vélin er að rekast á fuglahópinn rífur flugmaðurinn vél- ina upp af brautinni og tekur hjólin upp um leið og brautinni sleppir. Ég varð var við högg, sem ég í fyrstu taldi sjálfum mér trú um að væri frá hjólabúnaðinum, en þegar við lentum á Reykjavíkurflugvelli var ekki um að villast að árekstur hafði átt sér stað við þessa fugla, því vélin var blóði drifin neðan til á skrokkn- um. Nú vaknar sú spurning hvað flug- maðurinn var að gera. Var hann að kenna fuglunum að ekki borgaði sig fyrir þá að dvelja á flugbrautum eða var hann bara að skemmta sjálfum sér með þessu? Ef svo er, er þetta þá ekki kæruieysi og vítavert ábyrgðar- leysi í starfi? . *«V f \ / 7931—1839 segir flugmann á lítilli, tveggja hreyfla áætlunarvél hafa flogið inn í fuglahóp að óþörfu. DB-mynd: Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.