Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. Gert er ráð fyrir heagri euatiœgri átt um ellt land (dag og fram eftir nóttu. A Norðvosturlandi verður slydda en rigning austaniands. Kl. 6 var í Reykjavik hsagviðri, látt- skýjað og 0; Gufuskálar suðaustan 2, skýjað og +3; Galtarviti austan 2, skýjað og +2; Akureyri hœgviöri, skýjað og +3; Raufarhöfn hœgviðri, skýjað og +2; Dalatangi norðaustan 5, skýjað, +4; Höfn norðan 1, skýjað + 5; Stórhöfði norðvestan 2, látt- skýjaðog +3. I Þórshöfn var skýjað og 11, Kaup- mannahöfn lóttskýjað og 13, Osló lóttskýjað og 10, Stokkhólmi látt- skýjaö og 10, London láttskýjaö og 13, Hamborg látUkýjað og 11, Paría skýjað og 14, Madrid skýjað og 15, Lissabon lóttskýjað og 14 og New York skýjaðog 17. Rannvei); Elín Erlendsdóttir, Flóka- götu 16, lézt 11. september 1981. Hún var fædd 7. maí 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Gísladóttir og Erlendur Guðmundsson. Rannveig var elzt af sjö systkinum. Árið 1928 giftist hún Andrési Andréssyni vélstjóra sem lézt 1980. Þau eignuðust fjögur börn. Rannveig verður jarðsungin í dag frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Jón Guðmundsson fró Gerðum lézt 14. september. Hann var fæddur 24. janúar 1911. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Þórðarsonar útgerðar- manns og Ingibjargar Jónsdóttur. Eignuðust þau fjórtán börn og var Jón fimmti í röðinni. Eftir lifa þrjár dætur og tveir synir. Árið 1958 tók hann við rekstri Hraðfrystihúss Gerðabátanna hf., með bræðrum sínum. Starfaði hann þar í 15—20 ár, eða þar til það var selt. Eftirlifandi kona Jóns er Sigríður Björnsdóttir, eignuðust þau þrjú börn. Útför Jóns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 22. sept., kl. 15. Hallgrimur Vilhjólmsson tryggingafull- trúi lézt 14. september. Hann var fæddur 11. desember 1915. Han var um langt árabil tryggingafulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins á Akureyri. Hann var kvæntur Ásgerði Guðmunds- dóttur frá Akureyri. Hallgrímur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 22. september, kl. 13.30. Hans Wiedbusch, Grenimel 24 Reykja- vík, lézt 17. sept. Gísli Sighvatsson frá Sólbakka, Garði, andaðist 19. september. Dagnýr Bjarnleifsson andaðist 20. september. Guðrún J. Kristmundsdóttir frá Kirkjubóli, Skutulsfirði, lézt 20. september. Kristin Viktoría Gísladóttir, Jaðri Garði, andaðist 20. september. Ragnar Ólsen fyrrverandi veghefils- stjóri, Skipasundi 84, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju 23. september kl. 15. Gunnlaugur Jónsson fyrrverandi starfsmaður hjá Eimskipafélagi íslands verður jarðsettur frá Fossvogskirkju 23. september kl. 13.30. Stefania Brynjólfsdóttir frá Starmýri lézt 20. september. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 25. september kl. 10.30. Spilakvöld Bridgedeild Breiðfiröinga Tvímenningskeppni verður i Hreyfilshúsinu á fimmtudaginn 24. september, og hefst kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í síma 71208 (óskar) og 32562 (Ingibjörg). Iþróttir Knattspyrnuleikir sem enn eru óleiknir í 2. flokki vegna frestana, einnig leikir samkvæmt mótaskrá: Þriöjudagur 22. september Rm. Melavöllur, Valur-Fram A, kl. 18.30. Rm. Melavöllur, Valur-Fram B, kl. 20.00. Miðvikudagur 23. september: Rm. Víkingsvöllur, Víkingur-KR, kl. 18.00. Námskeið ■ glermálun og leðurvinnu Kvenfélag Bústaðasóknar heldur námskeiö i gler- málun og leðurvinnu. Hefjast þau i dag, 22. scptem- ber. Upplýsingar hjá Björgu í síma 33439 og Sigríöi í sima 74002 og 35382. Gagnkvæm sjúkrahjálp við ferðamenn Dagana 7. og 8. september sl. fóru fram viðræður við Breta um mögulegan samning um gagnkvæma sjúkrahjálp fyrir ferðamenn er dveljast um stundar- sakir i hinu landinu. Viðræður þessar eru framhald viðræðna er fram fóru í Reykjavik fyrr i sumar um almennan samning um almannatryggingar milli landanna. Nú þegar liggja fyrir drög að samkomulagi i öllum meginatriðum og er þess að vænta að gengið veröi endanlega frá samningum seinna i haust er aðilar hafa lokið athugunum sinum á samningsuppkastinu. Svipaðar viðræður fóru einnig fram við Luxem- borgarmenn í júlí sl. og er þess vænzt að gengið verði frá samningum viö þá snemma á næsta ári. AA-samtökin í dag þriðjudag verða fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 12010), græna húsið, kl. 14 og 21; Tjamargata 3 (s. 91-16373), rauða húsið, kl. 12 (samlokudeild) og 21; Neskirkja kl. 21. Akureyri, (s. 96-22373) Geislagata 39 kl. 21; ísa- fjörður, Gúttó við Sólgötu kl. 20,30, Keflavik (s. 92- 1800), Klapparstíg 7 kl. 21, Keflavíkurflugvöllur kl. 11,30, Laugarvatn, Barnaskóli kl. 21, Ólafsvík, Safnaðarheimili kl. 21, Siglufjöröur, Suðurgata 10 kr. 21, StaðarfeU Dalasýslu(s. 93-4290) kl. 19. í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir sem hérsegir: Tjarnargata 5 (s. 91-12020) kl. 12 og 14 Samvinnuferðir/Landsýn til Puerto Rico Samvinnuferðir-Landsýn hefur nú hafið kynningu og sölu á haust- og vetrarferðum sínum. Hefur vetr- ardagskráin ekki i annan tíma verið fjölbreyttari, megináherzlan er lögð á stuttar ferðir til stórborga, en einnig boðið upp á lengri ferðir til sólarstranda. Auk hinna hefðbundnu sólarferða til Miami og Kanaríeyja efnir Samvinnuferðir-Landsýn til hóp- ferðar í beinu leiguflugi til Puerto Rico í Karabiska hafinu. Ferðin stendur yfir í 17 daga, frá 2. til 18. október og er þetta fyrsta íslenzka hópferðin á þessar slóðir. Verði hefur tekizt að stilla mjög í hóf og er ferðin fáanleg fyrir allt frá kr. 7.900,- fyrir flug, gistingu og islenzka fararstjórn. Af helgarferðum til stórborga skal fyrst telja hópferð til Parísar dagana 25.-29. september. Aftur er þar um að ræöa fyrstu hópferðina á þennan stað frá íslandi i beinu leiguflugi og er verð fyrir þessa fimm daga i París frá kr. 3.280,- fyrir flug, gistingu með morgunveröi og íslenzka fararstjórn. Auk Parisarferðarinnar verður farið í leiguflugi til Dublin í lok október og vikulega er efnt til helgar- feröa til London. Sérstakar hópferðir fyrir aðildar- félaga verða farnar fimm sinnum til London og er verð þeirra ferða kr. 2.890,- fyrir flug, gistingu með morgunverði og íslenzka fararstjórn. ÚTSÝNIÐ FRÁ 0SLÓ, HLÉSKÓGUM 0G BERLÍN í gærkvöld var býsna gott á boð- stólum hjá ríkisfjölmiðlunum. Vissu- lega fór það svo; að" eftir að maður var setztur við kassann var hægara sagt en gert að standa upp úr stólnum góða aftur og því varð minna úr út- varpshlustun en ef til vill hefði verið ástæða tU. Víst heyrði ég sjöfréttirnar í út- varpinu sem ég man lítið úr bitastætt — nema jú ágætan pistil ljúfUngsins, fyrrum starfsmanns okkar hér á Dag- blaðinu, Atla Rúnars Halldórssonar, sem heldur uppi merki Ríkisútvarps- ins hljóðvarps í Osló. Greinargóður' piltur sem greinilega fylgist vel með í norskri pólitík og kemur þvi áheyri- lega til skila. Það er nokk kostulegt til þess að vita, að eiginmaðurinn Brundtland skuli ef til vill verða ráð- herra í hægristjórninni þegar eigin- konan Brundtland hverfur úr vinstri- stjórninni þar i landi. Það má vera býsna gott samkomulag á því heimili — og svo halda menn að það skorti eitthvað annað en vilja tU að ná „sáttum” á flokksheimili þeirra Geirs og Gunnars! Ég heyrði byrjun á ágætu erindi Um daginn og veginn eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur í Hléskógum. Þar var, eins og í svo mörgum öðrum erindum um þetta sama efni, stokkið úr einu í annað. Meðal annars var rætt um þá réttmætu kvörtun höfuð- borgarbúa að sitja ekki við sama borð og ýmsir aðrir landsmenn þegar kemur að kosningum; þ.e. að hafa ekki fullan atkvæðisrétt á borð við t.d. Vestfirðinga. Kristrúnu þykir það nú ekki mikið þótt Reykvíkingar unni landsbyggðarfólki þeirra for- réttinda að hafa meiri kosningarétt. Ég get tekið undir það að landsbyggð- arfólk situr ekki við sama borð og höfuðborgarbúar á mörgum sviðum — en ég get ekki tekið undir það að við eigum endilega að hafa minni mannréttindi þegar kemur að kosn- ingum. Er það ekki einmitt þá sem allir landsmenn eiga að vera jafnrétt- háir? Nei, Kristrún, forréttindin mega aldrei vera á svo þýðingarmiklu sviði sem þessu. Eftir snoturt, lítið leikrit frá sjón- varpinu í Jórvíkurskíri var svo sá dagskrárhður rikisins sem mesta at- hygli mína vakti: fréttamyndin um Berlínarmúrinn. Ég varð einu sinni svo frægur að sjá þennan múr og fara um hann frá vestri til austurs. Það fannst mér alveg grínlaust mál. Fyrir mörgum árum sá ég amerisk- an skemmtiþátt. Þar í var lítill leik- þáttur sem hófst vestan við múrinn í Berlín. Maður nokkur náði sér í stiga til að skyggnast yfir múrinn — og þar logaði þá yfir öllu rósrauður bjarmi frá brosandi alþýðu þess lýðveldis. Ameríkönum þótti þetta mjög snið- ugt — enda hafa þeir fæstir komið á staðinn. Það er nefnilega ekki rós- rauður bjarmi austan við múrgirt bjarnarandlitið — hann er grár björninn sá. Og fólkið brosti ekki til mín. -ÓV Afmæil 80 ára er 1 dag, 22. september, frú Þórunn Elisabet Sveinsdóttir, leik- kona. Hátúni 8 Rvík. Eiginmaður hennar var Jakob Einarsson húsgagna- bólstrari sem látinn er fyrir nokkrum árum. Um árabil var Þórunn leikkona á Siglufirði og hér í Reykjavík, auk þess hefur hún komið talsvert fram í sjónvarpinu. Á sunnudaginn kemur, 27. þ.m., ætlar afmælisbarnið að taka á móti vinum og ættingjum i Átthaga- salnum á Hótel Sögu, mUIi kl. 16 og 19. Hannesdóttir, Baldursgötu 2 Keflavik. Hún er erlendis um þessar mundir. Ýmisiegt Húsfreyjan 3. tölublað þessa árs er nú komið út. Meðal efnis blaðsins er frásögn mæöra sem eiga fötluð börn, grein um að öðlast sjálfsöryggi, hannyrðauppskrift- ir, mataruppskriftir og fleira. Það eru rúmlega 30 ár siðan fyrsta blaðið kom út. Nú kostar eintakið 20,00 kr. Akureyri Minister Bishop of lcelartd Street Improvement the Main Ih-oject Akureyrarblaö með News from lceland Nýútkomnu septemberblaði News from Iceland fylgir 20 síðna sérblaö tileinkað Akureyri. Flytur þaö ýmsar almennar fréttir frá Akureyri en einkum þó af atvinnulifi og ýmsum framfaramálum bæjar- ins. Efniö er unnið af Gisla Sigurgeirssyni blaöa- manni i samvinnu við Alan Rettedal. News from Iceland kemur út á ensku, mánaðar- lega — og hefur nú veriö gefið út í sjö ár. Hefur þaö flutt allar helztu almennar íslandsfréttir en þó með sérstakri áherzlu á atvinnu- og efnahagslíf svo og ferðamál Útgáfan tileinkuð Akureyri er ekki fyrsta sérblaöið, sem fylgir News from Iceland, því Atlantic Fishing, samanteknar fréttir og greinar um sjávarútveginn og markaðsmál, fylgir blaðinu nán- ast annan hvern mánuð. Hefur útgefandi i huga að gera í framtiðinni öðrum atvinnugreinum svo og bæjarfélögum sérstök skil i sérblöðum sem fylgja News from Iceland. Þótt blaöið dreifist fyrst og fremst til áskrifenda um allan heim sjá það nú æ fleiri erlendir ferðamenn í landinu — og á þessu ári hóf útgáfan að þjóna þeim sérstaklega með samanteknum upplýsingum um það helzta sem hér er á döfinni í hverjum mán- uði. Þessu fylgir einnig greinargott yfirlit yfir mat- sölustaði, danshús, söfn og aðra þá staði sem ferða- fólk hefur óhjákvæmilega áhuga á. önnur reglu- bundin útgáfa á ensku af þessu tagi fyrir erlenda ferðamenn er ekki í landinu. Útgefandi og ritstjóri News from lceland er Har- aldur J. Hamar og aðstoðarritstjóri er Haukur Böðvarsson. Sýnlngar Myndlistarsýning á Mokka Valdimar Einarsson sýnir á Mokka 22. sept.—13. okt. Hann er fæddur i Reykjavík árið 1932. Hann stundaði nám í teikningu og meðferð lita í Mynd- listaskólanum, Laugavegi 166, á árunum 1956-1958 og naut þar tilsagnar hjá listmálurunum Herði Agústssyni og Hjörleifi Sigurðssyni. Ennfremur stundaði hann nám i myndlist i Roosevelt High School of Art Fresno, Kaliforníu árið 1969. Að öðru leyti er hér um sjálfsnám aö ræða og frístundastarf. Valdimar Einarsson býr nú á Húsavík. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 178 - 22. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. Ferðamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7.667 7.689 8.457 1 Staríingspund 14.088 14.129 15.541 1 Kanadadollar 6.416 6.434 7.077 1 Dönskkróna 1.0764 1.0795 1.1875 1 Norskkróna 1.3102 1.3139 1.4463 ' 1 Sœnskkróna 1.3995 1.4035 1.5439 1 Hnnsktmark 1.7406 1.7455 1.9201 1 Franskur franki 1.4294 1.4335 1.5769 1 Belg. franki 0.2078 0.2084 0.2292 1 Svissn. franki 3.9626 3.9639 4.3603 1 Hollenzk florina 3.0682 3.0670 3.3737 1 V.-þýzktmark 3.3895 3.3992 3.7391 1 (tölsk l(ra 0.00668 0.00670 0.00737 1 Austurr. Sch. 0.4828 0.4842 0.5326 1 Portug. Escudo 0.1199 0.1202 0.1322 1 Spánskurpeseti 0.0825 0.0827 0.0910 1 Japansktyen 0.03390 0.03400 0.03740 1 Irsktound 12.371 12.406 13.646 8DR Isérstök dráttarráttlndll 01/09 8.8989 8.9245 Sknsvarl vsgna ganglaskránlngar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.