Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 4
4, DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. DB á ne vtendamarkaði , ..... . r Dóra j Stefánsdóttir v 3 Ýmir og hrein jógúrt af markaðnum: Ástæðan styttur sölutími og lítil sala Til okkar hringdi kona sem kvart- aði yfir því að hrein jógúrt, ýmir og pakkaskyr væri hætt að fást. Frá annarri fengum við bréf þar semj talað var um að jógúrt á ísafirði væri seld þó komið væri fram yfir síðasta söludag. Ég hafði samband við Odd Helgason sölustjóra Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og spurði hann út í þetta. Oddur sagði að það væri rétt að hrein jógúrt og ýmir hefðu verið tekin af markaði ásamt með tveim tegundum af jógúrt með ávaxta- bragði. Ástæðan væri sú að í sumar í kjölfar umræðu um gallaða mjólk hefði sölutími sýrðu mjólkurvaranna verið minnkaður úr 11 dögum í 7. Voru það heilbrigðisyfirvöld sem styttu timann. Taliö er frá þeim degi sem mjólkin er gerilsneydd. Þá á eftir að hleypa hana og pakka og tekur það tvo daga í viðbót. Sé helgi næstu tveir dagar falla þeir út líka og þá eru bara 3 dagar eftir til að dreifa vör- unni og selja. í þeim búðum sem ekki væri mikið verzlað endist hins vegar hver pakkning allt upp i viku og gætu því kaupmenn ekki komið allri vörunni út áður en sölutíminn væri úti. Því hefði Mjólkursamsalan ekki treyst sér til að halda sínu fjöl- breytta úrvali af sýrðum mjólkur- vörum og eðlilegavar það tekið af markaði sem minnst seldist. Þetta sagði Oddur að sér og fleirum þætti leitt. Engin ástæða hefði verið til að taka þessar vörur af markaöi önnur og engir gallar fundizt í þeim. Af pakkaskyrinu sagði hann þær fréttir að það fengist alltaf í nokkrum búðum. Skyrið er vegið og pakkaö í búðinni og þvi treysta margir kaup- menn sér ekki til að vera með það. En það fæst alltaf t.d. í verzlun Mjólkursamsölunnar við Laugaveg. Þá er þaö stimplunin á jógúrtinni á ísafirði. Ástæðan til þess að dagstimplar eru útrunnir er auk þess sem áður er rætt sú að hún er flutt á skipum vestur og tekur það drjúgan tima. Við neytendur verðum víst að bíta í þetta mjög svo súra epli. Eins og var nú gott að fá þessar vörur verðum við að vera án þeirra þar til stjórnvöld hafa skoðað málin og vonandi þá fundið grundvöll til að breyta fyrri ákvörðun. / -DS. Óánægður með bæsið á hurðunum: RÉTTUR NEYTAND- ANS VIRÐIST AF- SKAPLEGA LÍTILL — málaferli borga sig ekki Hreinn Björnsson, Einigrund 4 Akra- nesi, hringdi: Ég keypti mér í júní hurðir í húsið mitt. Voru þetta 7 hurðir og valdi ég ólitaða furu frá Harðviðarsölunni. Ég fór síðan með hurðirnar og ætlaði að fá þær bæsaðar hjá málningar- verkstæði í Reykjavík. í ágústbyrjun kom ég að sækja þær og greiddi fyrir með ávísun sem ég dagsetti 15. ágúst í samkomulagi við manninn sem tók að sér vinnuna. Þegar heim var komið og ég fór að skoða hurðirnar betur sá ég að þær voru verulega illa bæsaðar. Virtist engu líkara en að bæsinu hefði hreinlega verið hellt yfir þær og jafnað með skítugum strá- kústi. Vildi ég ekki una við að borga 5610 krónur fyrir þessa vinnu og hafði því samband við manninn og sagði honum það. Hann sagðist ekki hlusta á svona röfl, hurðirnar væru vel málaðar að sínu mati og ekkert meira með það. Ég sá bara eitt ráð i þessu, lét loka ávísanareikningnum minum þannig að hann fengi ekki greiðslu út úr honum. Nokkru seinna hringdi lögfræðingur Landssam- bands iönaðarmanna í mig og til- kynnti mér að ég yrði að gjöra svo vel að borga,annars yrði farið í hart með málið. Mér líkaði þetta ekki alls kost- ar og hafði því bæði samband við Málarameistarafélag Reykjavíkur og Neytendasamtökin en hvorugur aðil- inn treysti sér til að gera neitt í mál- inu. Ég sit því uppi með þessar hurðir sem ég er mjög óánægður með og á yfir höfði mér málshöfðun fyrir það að vilja ekki borga offjár fyrir illa unna vinnu. Er réttur neytandans í svona málum virkilega enginn? Svar: Ég hafði samband við Þórð Gunnarsson lögfræðing og spurði hann að því hvað helzt væri til ráða í máli eins og þessu. Hann sagði að í rauninni væri lítið sem Hreinn gæti gert. Hann gæti auðvitað fengið dómkvadda matsmenn hjá bæjarfó- getanum á Akranesi. Þessir menn mætu það siðan hvort hurðinar væn' eins og þær ættu að vera eða ekki. Og ef ekki, hvort ekki bæri að greiða minna verð fyrir vinnuna en upp var sett. En hins vegar væri ákaflega dýrt að fá svona matsmenn. Gat Þórður ímyndað sér að ein matsgerð kostaði allt að 5 þúsund krónum. Er það. svipað verð og Hreini var gert að greiða fyrir vinnuna. Þá ætti hann eftir að fara í einkamál gegn málara- meistaranum til þess að fá hann til að lækka veröið. Slík málaferli gætu tekið alltaðtveim árum.Þórður sagði að því væri langbezt að reyna samn- ingaleiðina tiLhins ýtrasta áður en farið yrði út í frekari aðgerðir. Réttur neytandans virðist eftir þessu að dæma ekki vera neitt afskaplega mikill. -DS. Nýju kartöf luraar komnar: Hollar en óneitan- lega mjög viðkvæmar Loksins eru komnar á markaðinn nýjar kartöflur. Mátti víst ekki seinna vera eins og landsmenn voru seinþreyttir orðnir á þeim gömlu. Ég verð þó að játa að ég varð fyrir tölu- verðum vonbrigðum með þann eina' poka sem ég hafði keypt af nýjuj kartöflunum. Þær voru aö sönnu betri en þær gömlu en samt var af þeim hálfgert moldarbragð. Það var líka sama hvað þær voru þvegnar, alltaf var hýðið dökkt og alls ekki þannig að mig langaði að borða það, eins og menn leyfa sér oft með nýjar kartöflur. En Vonandi hef ég bara verið óheppin og á eftir að fá betri kartöflur seinna. Kartöflur eru mjög hollar svona nýjar og um að gera að borða nú vel af þeim. En þær eru viðkvæmar og verður að fara varlega með þær alveg frá því að þær eru teknar upp og þar til þær eru komnar á diskinn. Til dæmis á að taka þær strax úr þéttum umbúðum þegar komið er með þær heim úr búöinni. Síðan er heiti, raki vaskaskápurinn ekki rétti. staðurinn til að geyma þær i. Kartöflur á að geyma á þurrum og köldum stað, líkt og annað græn- meti. Suðan er annað atriði sem verður að passa. Ofsoðnar kartöflur tapa bæði bragði og næringarefnum. Én það fer eftir þroska kartaflanna og stærð hvað á að sjóða þær lengi. Því er vandasamara en margir halda að sjóða kartöflur. Annars er vel hægt að borða nýjar kartöflur hráar. Það reyndi ég um daginn með kartöflur úr einkagarði. Skornar i örþunnar sneiöar (með ostahníf) voru þær mjög góðar í hrá- salati með öðru grænmeti. Á þetta sérlega við um smáar kartöflur. Fyrir þá sem ekki geta hugsað sér kartöflurnar hráar fylgir hér að síðustu með uppskrift að rétti sem í eru notaðar soðnar kartöflur. Upp- skriftin er úr litlu matreiðslubókinni um kartöflur. Sænskur pylsuróttur 3 dl smátt saxaöur laukur 40 gr smjör / smjörliki 8 ólitaðar pylsur 1— 2 stk. paprika 1 kg soðnar kartöflur 2— 3 msk. tómatmauk 3— 4 dl mjólk salt og malaður pipar 1 dl rjómi saxaður graslaukur. Látið laukinn krauma í feitinni þar til hann er ljósbrúnn. Skerið pyls- urnar á ská í sneiðar og látið þær í pottinn með lauknum. Hrærið paprikunni vel saman við. Minnkið hitann undir pottinum. Skerið kartöflurnar í sneiðar og setjið þær í pottinn. Bætið tómatmauki, mjólk og kryddi saman við og hrærið þessu, vel saman með trésleif. Látið réttinn krauma í 5—10 mínútur. Þá er rjómanum bætt f og látið krauma áfram í 2 mínútur. Bragðbætt með salti og pipar ef með þarf. Borið fram í pottinum eða á djúpu fati. Stráið söxuðum graslauk yfir. -DS. Hitaveitan hækkar í hverjum mánuði A.K. skrifar: Hér kemur ágústseðillinn. Það er ekkert sérstakt í honum umfram aðra mánuði nema vaxtaaukalán sem er reglulegt píningarlán. Þetta hækkar eftir því sem meira er greitt af því. Hér kemur mín sundurliðun á liðnum Annað: 500,00 = leikskóli 148,00 = málning 4037,97 = vaxáaukalán 282,30 = rafmagn(2mán.) 516,99 = hitaveita(l mán.) og mér þykir hún dýr 278,60 = lífeyrislán 827,00 =gjafir 1340,00 = bíllinn 160,00 = dagblöð(tvö) 108,00 =föt 8198,85 Maturinn er 3319,37 og við vorum 4 í heimili því eitt barn var í sveit til 29. ágúst. 1 Raddir neytenda Ég var að lesa Dagblaðiö i dag og þar var bréf frá húsmóður á Nesinu með heildarútgjöid kr. 17 þús. Ég vildi gjarnan að mínir síma- reikningar og hitaveitureikningar væru svona lágir. Símareikningar hér eru yfirleitt um og yfir 600,00 fyrir 3 mán. og hitaveitan er 516,99 fyrir 1 mán. og hún hækkar yfirleitt í hverj- um mánuði. Hér er ekki verið með mæli heldur kaupir maður visst magn af vatni, hvort maður nýtir það allt er svo annað mál. Beztu kveðjur og þakkir fyrir margt gott. Ágúst ruglingslegur vegna ferðalags Húsmóðir skrifar: Það er litið um ágústseðilinn að skrifa. Matarreikningur er lægri en í júlí vegna ferðalags i ágúst. Liðurinn annað samanstendur aöallega af kostnaði við ferðina, um 6.500 kr. Þar er innifalið bensín og fleira sem keypt er i ferðalögum. Svo ágústmán- uður er hálfruglingslegur hjá mér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.