Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 24
Ríkisstjómin fjallar irm Raufarhafnarmáliö — verður að líta ámálið í heild, segir sjávarátvegsráðherra, þótt Raufarhöfn haf i þegar verið tekin út úr „Ég geri fastlega ráð fyrir því að málefni Jökuls hf. á Raufarhöfn verði tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag,” sagði Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra í morgun. „Viðskiptaráðherra var falið að ræða við banka um fjármagnsútveg- un. Það eru því miður mörg slik fyrirtæki sem eru með togara sem hafa safnað vanskilum. Það er olíukostnaðurinn og fjár- magnskostnaðurinn sem er kjarni málsins. Frá mínu sjónarmiði verður að taka á málinu í heild, þótt nú þegar sé búiö að taka Raufarhöfn út úr, því þar er allt orðið stopp,” sagði sjávarútvegsráðherra. „Við erum að gera okkur vonir um það aö stjórnvöld taki á málinu,” sagði Ólafur H. Kjartansson fram- kvæmdastjóri Jökuls i morgun. „Við höfum viljað breyta lausaskuldum í föst lán og þau lán sem um er að ræða eru um 4 milljónir króna. Ég hef átt fund með forsætisráðherra og aðstoðarmanni sjávarútvegsráðherra og ég vona að vilji stjórnvalda sé fyrir hendi, þótt engin vissa sé fyrir þvi. Ég get ekki svarað þvi nú hvað gert verður ef ekki kemur til breytinga á lánunum. Við hreyfum ekki við nokkrum sköpuðum hlut, togarinn liggur bundinn og vinna liggur niðri. En þótt við höfum stöðvað fyrstir veit ég ekki betur en bullandi tap sé á frystihúsum út um allt og á mörgum stöðum miklu verra ástand en hér. Ég veit ekki hversu langa bið við þolum. Það má segja að við höfum brugðizt heldur seint við og því biðin ekki eingöngu stjórnvöldum að kenna. Það er heldur ekki við því að búast að stjórnvöld ausi peningum á báða bóga að óathuguðu máli.” Að sögn Olafs vinna að meðaltali 90—100 manns hjá Jökli og hafa sárafáir fengið aðra vinnu. Ekki náðist í viðskiptaráðherra í morgun. -JH. Kaupmenn draga úr mjólkursölu: „Vanda bænda og Mjólkursam- s&u velt yfír á kaupmem” — segir f ormaður Kaupmannasamtakanna um beiðni um undanþágu til mjólkurstimplunar „Kaupmenn sjá sér ekki aðra leið færa en að kaupa inn minna af mjólk en áður. Og þá geta neytendur átt það á hættu að koma að tómum kof- unum hjá okkur,” sagði Gunnar bnorrason formaður Kaupmanna- samtakanna. Samtökin hafa sent heilbrigðis- ráðuneytinu bréf þar sem farið hefur verið fram á að veitt verði undanþága til að stimpla mjólk einum degi lengur en nú er gert um helgar. Þannig að mjólk sem kæmi á fimmtudögum mætti seljast fram á mánudag og mjólk sem kæmi á föstudögum væri með siðasta sölu- degi á þriðjudegi. „Þeim vanda sem upp kom í sumar með gallaða mjólk og var í rauninni vandi bænda og Mjólkursamsöl- unnar hefur verið velt yfir á kaup- menn. Við teljum þó vandann ekki hafa verið í geymslunni heldur í vinnslu. Og einmitt þegar svona stendur á er Mjólkursamsalan hætt' að taka við mjólk sem ekki selst á réttum tíma hjá okkur. Við fengum áður hálfvirðið greitt til baka af þeirri mjólk en fáum nú ekkert. Álagning á mjólk er það lítil að við hreinlega getum ekki staðið undir þvi að greiða með henni á þennan hátt,” sagði Gunnar. Viðræður hafa farið fram í ráðu- neytinu um bréf kaupmanna. Ráðu- neytið vildi að sögn Gunnars draga það að veita undanþáguna á meðan fram fer geymsluþolsprófun. ,,En okkur finnst málið það brýnt að það megi alls ekki bíða,” sagði Gunnar. -DS. HreyfingíBlöndu- virkjunarmálum: Svínvetning- ar samþykkja virkjunar- kostl Meiri hluti hreppsnefndar Svina- vatnshrepps samþykkti I fyrri viku fyrir sitt leyti þann virkjunarkost i fyrirhugaðri Blönduvirkjun, sem hönnuðir, framkvæmdaaðilar og rikisstjórn telja einan réttlæta næstu stórvirkjunarframkvæmdir í Blöndu. Af arösemisástæðum i raforku- málum hefur sú hönnun verið nefnd fyrst 1 röð fjögurra möguleika virkj- unarkostur I. Svínvetningar hafa til þessa verið andvígir þessum kosti, einkum vegna landspjalla sem af þeim kosti hlýzt. Frá þessu greinir Dagur 17. sept. sl. í kjölfar samþykktar Svinvetninga hafa austanmenn,- Bólhlíðingar og Skagfirðingar samþykkt ályktun þar sem þeir Iýsa sig reiöubúna til samn- inga um virkjunarkost I A. í þeim kosti er gert ráð fyrir friðun Galtarár- flóa. Friðun hans gengur þvert á virkj- unarkost 1. Er þvi vandséð hvort nokkuð hefur í raun þokazt 1 átt til fulls samkomulags um þann kost sem einn er talinn réttlæta, og raunar gera sjálfsagða, næstu stórvirkjun í Blöndu. Breyting til friðunar Galtar- árflóa er talin kosta um 6% virkjun- arkostnaðar. „Það er nokkuð ofmælt að samn- ingar hafi tekizt um bætur vegna landspjalla,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra i við- tali við DB. „Hinn 30. júlí sendi ég hreppsnefndum tillögur um aðferð við ákvörðun bóta fyrir tjón vegna landspjalla. Hinn 31. ágúst þokaði til samkomulags á fundi ráðherranefnd- ar og hreppsnefnda um þá tilhögun. Það út af fyrir sig er mikilsverður árangur,” sagði iðnaðarxáöherra. -BS. Það telst til meiri húttar œvintýra hjá leikskólakrökkum aðfara i hœjarferö og halda I lykkjuband. Með ströng jyrirmœli um að sleppa aldrei sinni lykkju, troðast ekki og passa sig á viðsjálli veröid kjaga krilin um götur og strœti og horfa stóreyg á það semfyrir verður. DB-mynd: Sig. Þorri. frjúlst, áháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPT. 1981. Seltirningum fjölgar mest Seltirningum hefur fjölgað meira en öllum kaupstaðarbúum öðrum sl. 3 ár. Nemur fólksfjölgun á Nesinu 14,22% frá 1. desember 1977 til 1. desember 1980. Á hæla Seltirningum koma Akurnesingar með 11,97% fjölgun, þá Njarðvíkingar með 10,63% og síðan Garðbæingar með 10,41% fjölgun. Á þessu sama tímabili nam fjölgun landsmanna allra ekki nema 3,3% þannig að frjósemi fólks í ofangreind- um bæjarfélögum er i meira lagi mikil. Varast ber þó að setja þessar tölur eingöngu i samband við fjörugra kynlíf því staðhættir og ýmsar aðrar ástæður eiga vafalítið sinn þátt i fjölguninni. Höfuðborgin, Reykjavík, er annar tveggja kaupstaða á landinu sem hefur orðið að sætta sig við fólksfækkun á áðumefndu tímabili. íbúum Reykja- víkur fækkaði um 0,14% en Sigl- firðingum fækkaði hins vegar um 4,30%, sem er talsverð fækkun i ekki stærra bæjarfélagi. íbúar Reykiavíkur voru 83.766 þann 1. des. í fyrra og Kópavogur er næst- fjölmennasti kaupstaðurinn með 13.819 íbúa. Hafa Kópavogsbúar heldur aukið forskot sitt á Akur- eyringa, sem töldust vera 13.420. Hafn- firðingar voru 12.205 talsins, Kefl- víkingar 6.622, Akurnesingar 5.200, Garðbæingar 4.909 og Vestmanna- eyingar 4.727. -SSv. nrm SZ V'rm Mi IVIKUHVERRI Vinningur vikunnar: Crown-sett frá Radíó- búðinni Vinningur I þessari viku er Crown-sett frá Radióbúðinni, Skipholti 19. í vikunni verður birt, á þessum stað I blaðinu, spuming tengd smáauglýsingum Dag- blaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður slðan birt daginn eftir I smáauglýsingunum og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegum hljómflutningstækjum rikari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.