Dagblaðið - 02.10.1981, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981.
DB
Norðmenn eyða milljarði norskra króna í snyrtivörur:
Líkami mannsins orð-
inn að heilum iðnaði
—snyrtivörur skemma oft heilsuna í stað þess að gera fólk ungt og fallegt
í ár er líklegt talið að Norðmenn
frændur okkar eyði um það bil millj-
arði norskra króna (um 1,3 milljörð-
um íslenzkra króna) í snyrtivörur ým-,
iss konar. Þetta er engin smáræðis
upphæð. í nýjasta hefti Forbruker-
rapporten, norska neytendablaðsins,
er einmitt löng grein um snyrtivörur
og fé sem til þeirra er eytt. Þar sem
mér finnst margt af þessu koma
okkur hér á landi mikið við hef ég
stytt greinina verulega og þýtt og fer
hún hér á eftir.
Norðmenn eyða um milljarði
norskra króna í snyrtivörur í ár. Lík-
ami mannsins er orðinn að hlut sem
heill iðnaður snýst í kringum.
Iðnaður sem byggist á því að gera
hárið meira skínandi, húðina mýkri
og líkamann betur lyktandi. Og þetta
er keypt vegna þess að fólk trúir því
að það þurfi að vera hjúpað fögrum
litum og góðri lykt. Menning okkar
telur það eðlilegt að menn séu háðir
iðnaði forgengileikans.
En séu þessar vörur athugaðar
nánar kemur í ljós að ekki eru þær
allar hollar eða eins góðar líkam-
anum eins og framleiðendur þeirra
segja. Snyrtivörur innihalda oft
hættuleg efni. Samt er þegar í skólum
farið að kenna börnum að þessar
vörur eigi þau að nota ef þau ætla að
vera eins og hinir. Strax i grunnskóla
er börnum kennt að þrífa likama
sinn. Kennarar í þessu fagi eru oftar
en ekki menn sem eru á einhvern hátt
tengdir snyrdvöruframleiðslu, inn-
flutningi eða þá snyrtistofum.
Litir og lykt
fyrir milljarð
Snyrtivörurnar virðast eiga greiðan
aðgang að flestum. Menn byrja
daginn á að setja á sig svitalyktareyði
og enda hann á góðu kremi. Eða þá í
baði sem í hefur verið látið ilmefni.
Ekki eru það Iengur bara konur sem
hafa vanið sig á notkun snyrtivar-
anna heldur virðast karlmenn í vax-
andi mæli vera komnir út á sömu
braut.
I Noregi vinna 5 þúsundir manna í
snyrtiiðnaðinum. Þeir vinna í verk-
smiðjum, á snyrtistofum, í snyrti-
vörurverzlunum og sérdeildum lyfja-
verzlana. Til sölu eru yfir þúsund
vörumerki.
Hugmyndin sem allur snyrti-
iðnaðurinn byggir á er hugmynd um
ungt og fallegt fólk. Það þýðir að þvi
eldri sem menn verða, þurfa þeir
þeim mun meira af snyrtivörum til
þess að geta talizt til þessa hóps.
Einnig er gengið út frá því að líkami
fólks eins og hann kemur fyrir sé alls
ekki nógu góður. Það sé vond lykt af
honum og hann sé alls ekki nógu
fallegur. Þetta verður að fela vel og
vandlega og aðeins að sýna líkamann
sem ilmandi og fagran. Góöur ilmur
og fagurt útlit er lika talið bera vott
um snyrtimennsku og hreinlæti. Ef
þú ert hreinn, ilmarðu vel, er sagt.
Þetta er kennt í 1200 norskum
skólum. Hver hluti líkamans á að fá
meðferð með sérstökum snyrtivörum
til þess ætluðum.
Ekkert of hollt
Þegar farið er að skoða snyrtivör-
urnar nánar kemur í ljós að ekki eru
allar þeirra hollar og eins góöar og af
er látið. Heilbrigöisefdrlit Osló-
borgar lét rannsaka mikið af snyrtí-
vörum og kom þá í ljós að meðal
þeirra voru vörur sem geta valdið
heilsutjóni. Vörur sem fluttar eru tíl
Noregs innihalda oft efni sem bannað
er að nota i norskri snyrtivörufram-
leiðslu.
Fyrir utan hættuna af snyrtívörum
hefur lika komið í ljós að þær gera
ekki það gagn sem auglýst er. Krem
getur til dæmis ekki eytt hrukkum.
Þegar bezt lætur getur það aðeins
slétt úr þeim í smátíma.
Mikið er gert úr frelsinu tíl að
velja. Um 500 fyrirtæki bjóða fram
snyrtivörur og býður það stærsta
þeirra 800 tegundir af vöru. Heildar-
talan er yfir þúsund merkja. En hver
þarf að velja milli 40 fótsnyrtí-
merkja, 24 tegunda af hárlakki, 50
sjampótegunda og 76 tegunda af
svitalyktareyði?
Mest af þessum snyrtívörum er selt
í sérverzlunum, milli 85 og 90%.
Næst koma sérdeildir lyfjaverzlana.
Sérstakar póstverzlanir og sala á
heimilum sér fyrir afgangnum ásamt
með kjörbúðum. Um helmingur var-
anna er framleiddur í Noregi en
mest af því er undir alþjóðlegum
vörumerkjum. Innfluttu vörurnar
koma mest frá Frakklandi, Banda-
ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi og
Bretlandi.
Ekki er lengur leyndarmál hvað
snyrtivörurnar innihalda heldur það í
Framleiðendur snyrtivara reyna sí-
fellt að koma fram með nýjar vörur
sem seljast betur en vörur keppinauta
þeirra. Oft tekur mörg ár að þróa
slíka vöru og auðvitað eru það svo
þeir sem endanlega kaupa hana sem
borga fyrir það starf. Verðið á vör-
unni þarf því ekki að vera 1 neinu
samræmi við innihald hennar.
Það er dýrt að halda sér ungum.
Flestir kaupa sér eina litla krukku af
kremi í einu og síðan varalit og í
næsta skipti augnskugga. Þegar
keypt er í svona litlum einingum
virðist nefnilega verðið ekki skipta
neinu máli. f auglýsingum er reynt að
fá fólk til að kaupa heila „línu” af
snyrtívörum til þess að allt sé í stíl
hvað við annað. Er þá bent á að j»ð
kostí ekki meira en einn kjóll, og
hvort hafi nú meiri áhrif á útlitið.
ímyndin er að vera ungur og fatlegur.
Eftir þvl sem aldurinn færist yfir þarf
meira af snyrtivörum tii þess. Þessi
unga stúlka hefur sjálfsagt sloppið með
litilræði.
Hér á landi hafa verið haldnar mjög vel sóttar sýningar og kennslustundir í „réttri” snyrtingu. Myndin er tekin á einni slikri
sýningu.
Karlmenn sækja i auknum mæli eftir snyrtivörum hvers konar. Þeir verða lika æ
dyggari vinir snyrtistofanna.
hvaða hlutfalli því er blandað.
Blöndunin er í rauninni það eina sem
greinir á milli merkja því öll nota þau
sama hráefni, meira og minna.
Flestir þeir sem vinna við snyrtí-
iðnað eru konur. Alls vinna um 5
þúsundir manna á einhvern hátt við
snyrtívörurnar. Margt af jjessu fólki
er fólk sem lært hefur í iðnskólum
eða líkum skólum eitthvað í sínu
fagi. En margir af þeim sem vinna við
að selja snyrtívörur eru menn með
öllu menntunarlausir og vita því i
raun næsta lítið um það hvað þeir eru
að selja.
Mikið lagt
í auglýsingar
Mikið er lagt í auglýsingar á snyrti-
vörum. Nýlega var gerð könnun á því
hvað fólki fyndist um þessar auglýs-
ingar. Þá kom í ljós að 42% spurðra
sögðu að þeim þætti auglýsingarnar
of miklar. Þar af voru 18% sem
fannst of mikið af auglýsingum fyrir
snyrtiefnum, 8% sem fannst of mikið
af sápuauglýsingum, 4% of mikið af
tannkremsauglýsingum og 3% of
mikið af sjampóauglýsingum. 2%
nefndu of mikið af svitalyktareyða-
auglýsingum.
Skólarnir kenna notkun
snyrtivara
Strax í norskum grunnskólum er
farið að kenna börnunum umhirðu
um eigin líkama. Hreinn, hreinni,
hreinastur, nefnist námsefnið fyrir
þau yngstu, „Hve oft þvær Súper-
mann fæturna” efni fyrir þau sem
eru dálítið eldri. Seint í grunnskóla er
síðan á námskrá bókin „Húð og
snyrting”. Þessi bók er unnin af fólki
sem starfar við snyrtiiðnaðinn.
í öllu námsefninu er lögð áherzla á
að menn séu ekki hreinir, penir, sætir
og huggulegir nema að þvo sér oft og
nota mikið af snyrtivörum. Oft á
tíðum er kennarinn jafnnvel milli-
liður um kaup á snyrtivörum handa
nemendunum. Meðvitað og ómeð-
vitað eru nemendur þannig gerðir að
dyggum viðskiptavinum snyrtivöru-
verzlana.
Hættulegar
Nákvæm rannsókn hefur farið
fram á þeim hættum sem geta verið
samfara notkun á hárlit og augna-
háralit (maskara). í nokkru af
báðum þessum litarefnum hafa
fundizt hættuleg efni. Rannsóknir
sem gerðar hafa verið úti í heimi sýna
að þessi efni geta verið krabameins-
valdandi. Þau smjúga inn í líkamann.
Til dæmis finnast stuttu eftir hárlitun
litarefni í þvaginu.
Ennþá hefur ekki verið upplýst
hvaða efni þetta eru sem hættunni
valda. En öllum snyrti- og hár-
greiðslustofum hefur veríð gert að
gera nákvæma grein fyrir því hvaða
efni eru notuð. Erfitt er að gera
nokkuð við því þó hættuleg efni séu í
notkun. Að vísu er bannað að nota
sum þeirra í norskri framleiðslu en
hver sem er getur flutt hvaða snyrtí-
vörur sem er erlendis frá án þess að
spyrja kóng eða prest. Vegna þess að
viða um heim er búið að setja
strangar reglur eða er verið að þvi,
um hvað má flytja inn af snyrtí-
vörum, óttast Norðmenn að þeir fái
yfir sig 1 auknum mæli vörur sem
ekki má selja til annarra landa. Og þó
eitthvað væri gert í því að takmarka
innfluming heildsala er enn stór
vandi eftir. Mikið af snyrtivörum er
keypt í póstverzlunum og fer aldrei í
gegn um hendur yfirvalda. Því er
hætta á því að í áraraðir ennþá verði
á markaði efni sem í stað þess að
gera fólk fallegt skemma heilsu þess.
-DS/Þýddi og stytti mikið.