Dagblaðið - 08.10.1981, Síða 3

Dagblaðið - 08.10.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. 3 Þetta er óþolandi millifærsla —segir gramur ellilífeyrísþegi Ellilífeyrisþegi skrífar: Eg er hreint og beint undrandi á forkólfum Tryggingastofnunarinnar. Nú þegar þetta er skrifað er þegar búið að taka af mér þriðjung ellilíf- eyris og svipta mig fríum síma. Hvers vegna? Mér er sagt að það sé vegna þess að á síðasta ári vann ég þrjá mánuði í byrjun ársins. Ætti það ekki fyrir löngu að vera komið út úr „kerfinu”. Égspyr? Eitt enn vil ég nefna. Nú fæ ég borgaðar 1000 kr. á mánuði úr Líf- eyrissjóði aldraðra og á sama tíma sviptir Tryggingastofnunin mig 1000 krónum. Ég vil nú bara segja að lítið gagn er að þeirri vel þegnu auka- greiðslu sem ég fæ ef hún er svo tekin aftur hjá annarri stofnun. Þetta er millifærsla sem er alveg óþolandi. En af hverju fríi síminn var tekinn af mér er mér hulin ráðgáta. Ég hélt að allir borgarar yfir 67 ára fengju frían síma. Hvað er eiginlega að ske? Sænsk kona vill komast í samband viðverkafólk: Vill koma á gagnkvæm- um ferðalögum Lesendasíðunni hefur borizt bréf frá sænskri konu, sem óskar eftir því að komast í kynni við einhvem óbreyttan verkamann, sem hefði áhuga á að heimsækja Svíþjóð í eins og vikutíma og endurgjalda uppi- haldið þar með því að vera gestgjafi í eina viku hér heima í staðinn. Sú sem skrifar okkur heitir Elsie Johansson og segist eiga þanndraum stærstan að sjá ísland og hina stór- brotnu náttúrufegurð landsins. Elsie verður fimmtug á næsta ári og það er draumur hennar að halda upp á af- mæli sitt hér á íslandi. Vilji einhver gerast gestgjafi hér heima í vikutima lofar hún því að sá hinn sami fái frítt uppihald hjá sér og eiginmanni sínum auk þess sem þau bjóðast til að ferðast vítt og breitt með viðkomandi sé það innan eðlilegra takmarka. Hafi einhver áhuga á slíkri gagn- kvæmri samvinnu ætti sá hinn sami að hafa samband við Elsie Johansson hið fyrsta. Heimilisfang hennar er: Skronstalund, 19700 Bro, Sverige. Hringtö's,m* millikl. 13ogl5 eöaskrifiö Rétta peninga með annarri hendinni og taka þá til baka með hinni. Það er inntakið f bréfi ellilifeyrisþega. Haldið ekki bfl- unum f miðbænum — með augljóslega vitlausum umferðarbönnum Miðbæjargestur skrifar: Gaman væri að fá að heyra rök- semd fyrir þeirri skynsemisleysu, að bannað sé að aka upp efsta hluta Amtmannsstígs í Reykjavík— milli Þingholtsstrætis og Ingólfsstrætis. Mér finnst þetta bann svo augljóslega vitlaust, að engu tali taki. Þarna er hvorki þrengra né hættulegra að aka en á öðrum stöðum í Þingholtunum, nema síðursé. Bílastæði eru meðfram vesturgafli Menntaskólahússins og niður i Lækjargötu. Þau eru mikið notuð og vinsæl, enda nálægt bönkum og öðru girnilegu í miðbænum. Þeim sem þaðan fara og verður á að aka upp (eða austur) Amtmannsstíginn er engin lögleg leið opin nema eftir mjög þröngu Þingholtsstrætinu og út í Bankastrætið. Þá eru þeir komnir í þrengstu miðbæjarumferðina — sem þeir voruTeyndar að forðast. Svona eru nú þessar fíflalegu reglur. Víðar mætti til taka og benda á reglur sem yfirleitt stuðla að því að bílar fari í þrengsta miðbæjarhlutann og á „rúntinn” einan. Með reglum og einstefnuakstri ætti að opna öku- mönnum leiðir frá þessum borgar- hluta. Það mætti t.d. gera með þvi að opna Amtmannsstíginn alveg til austurs. Þá gætu t.d. bílar sem aka upp Bókhlöðustíg, og álpast af slysni norður Þingholtsstrætið, leiðrétt skekkju sína. Nú eru þeir nauðbeygð- ir í Bankastrtætið, Lækjartorgið og Lækjargötuna á nýjan leik. Hvílík vitleysa. Lagið nú þetta, eða komið með haldgóð rök fyrir vitleysunni. -Miðbæjargestur GOLA sportskór Stæróir 31-34 StæríUr 38-47 Verðkr. 145,10 RUCANOR Stærðir33—47 Verðkr. 112,00 PÓSTSENDUM Laugavegi 13. Sími 13508. gardínuköppum úr furu, Ijósri og dökkrl eik, hnotu, svo og plastkappa með viðarlíkingu. Alls konar gardínubrautir, einfaldar, tvöfaldar og þrefaldar ásamt nauðsvnlegum fylgihlutum. Afgreiðrlufrestur er u.þ.b. ein vika. Við mælum og setjum upp brautir. Hikið ekki við að hringja og leita frekari upplýsinga, sem starfslið okkar veitir með glöðu geði. Við sendum í póstkröfu um land allt. „Allt fyrir gluggann í Álnabæ.” ^ Siðumúla 22 - Tjarnargötu 17, Sími 31870 Keflavik Sími 2061 Áttu þér uppáhalds tónskáld eða tónlist- armann? Sveinbjörg Bergsdóttir: Af þessum klassísku held ég mest upp á Mozart en Paul McCartney af poppurunum. Albert Hansson: Það er nú varla að ég eigi mér nokkurn sérstakan. Beethoven er skemmtilegur og þá er Smetana einnig áheyrilegur mjög. Denise Ásbjarnarson: Það sem mér kemur fyrst i hug er verkið Carmina Burana eftir Carl Orff, en að öðru leyti ekkert sérstakt. Örn Ásbjarnarson: Ég er alæta á tón- list. Hlusta á alla tegund tónlistar. Hef afar gaman af þungri klassík, t.d. Bach, jazz, blús þar sem John Mayall er minn maður, og ég fylgist vel með hljómsveitum á við Whitesnake og Gillan. (Þess má geta að plötusafn þeirra hjóna Denise og Arnar telur á annað þúsund plötur). Jón Örn Ámundason: Ég held mest upp á Tsjaikovski i klassíkinni en i poppinu hlusta ég mest á Bee Gees og Abba. Halldór Guðjónsson: Það er nú varla neitt sérstakt sem ég hef dálæti á. Bara að það sé áheyrilegt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.