Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981.
5
Þórður Gunnarsson á skrífstofu sinni.
DB-mynd Gunnar Örn.
Nýr þáttur á Neytendasíðu:
Lögin eins og þau
snúa að neytendum
Þórður Gunnarsson er fæddur
23.1. 1948 í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá M.R. árið 1969 og
hóf þá nám við lagadeild Háskóla ís-
lands. Þaðan lauk hann embættis-
prófi árið 1975 og hóf þá störf sem
fulltrúi á málflutningsstofu í
Reykjavík. Þar hefur hann starfað
síðan og verið meðeigandi síðan árið
1980. Með þessu starfi hefur hann
kennt í viðskiptadeild Háskóla ís-
lands þar á meðal um óréttmæta við-
skiptahætti. Framhaldsnám á þvi sér-
sviði stundaði Þórður í háskólanum í
Osló í fyrravetur, frá áramótum, og
skrifaði að því loknu ritgerð um góða
- viðskiptahætti. Þórður mun af og til
á næstu mánuðum rita greinar um þá
hér á neytendasíðunni.
-DS.
eiginlega af þeirri stærð sem
langflestir óska helzt eftir. Sigurður
sagði okkur hins vegar að innan um
þessar kartöflur, sem á færibandinu
voru, væri það mikið af litlum kar-
töflum, sem ekki næðu réttu I. flokks
máli að þess vegna hefðu þær verið
færðar niður um flokk. Um það bil
60—70% af kartöflunum á færi-
bandinu náðu ekki æskilegu ummáli
I. flokks.
Hvort ekki er ástæða til þess að
endurskoða þetta mat á kartöflum
skal ósagt látið en yfirmatsmaður
garðávaxta sagði í samtali við DB að
reynt væri að örva kartöflubændur til
þess að framleiða stærri kartöflur
með því að greiða þeim hærra verð
fyrir þær. Væri það ekkiaðeinsvegna
þess að það hefði sýnt sig aðineyt-
endur vildu heldur stórar kartöflur
heldur einnig vegna þess að stærri
kartöflur þola betur flutning en þær
sem minni eru.
34 tonn á viku
Ný pökkunarvél var komin í salar-
kynni grænmetisins og var unnið af
fullu kappi við að pakka kartöflum í
bréfpokana með glugganum.
„Neyzlan er í algjöru lágmarki
núna, fólk er að taka upp eigin upp-
skeru,” sagði Sighvatur jóhannsson
yfirverkstjóri „Núna er neyzlan i
Reykjavík um 34 tonn á viku. Þegar
mest er fer þetta upp í 100 tonn á
viku.”
Grænmetið er með þrjá bila sem
lesta tvisvar á dag. Það er reynt að
hafa það þannig að þeir sem panta
fyrir hádegi fá vöruna eftir hádegi og
þeir sem panta eftir hádegi fá hana
fyrir hádegi næsta dag. Bílarnir aka
einnig út öðrum verzlunarvörum
fyrirtækisins, gulrótum, rófum, káli,
lauk og öðru því sem er til hverju
sinni.
-A.Bj.
Þessar tvær kartöflur eru býsna likar hvor annarri. En þegar gert er upp á milli
þeirra fer önnur, sú til vinstri, i I. flokk en hin sem er tii hægri fer i II. flokk. Áber-
andi margar kartöflur af minni stærðinni voru i þessum kartöflum og þvi fóru þær
allar i II. flokk. t ljös kom að hjá Grænmetinu er til flokkunarvél, sem flokkar
kartöflurnar, þannig að Iitiu kartöflurnar detta úr. Sigurður verkstjóri sagði að
bændur yrðu sjálfir að láta kartöflurnar sinar i gegnum vélina og gæti slikt leitt til
þess að kartöflurnar færðust upp um flokk.
Norðurf lug á Akureyrí orðið að Blue North Air fTexas:
TRYGGVIKAUPIR
FLUGVÖLL 0G 4
FLUGVÉLAR í TEXAS
Tryggvi Helgason flugmaður frá
Akureyri gerir það nú gott í Ameríku
ef marka má blaðið The Stephenville
Star í borginni Stephenville í Texas.
Þar hefur Tryggvi keypt sér flugvöll
og fjórar flugvélar. Rekur hann nú
flugvöllinn og alla starfsemi þar
síðan 24. júli í sumar. Kallar hann
starfsemi sína Blátt norðurflug —
Blue North Air.
Stephenville er meðalstór bær
skammt frá Dallas í Texas. Tryggvi
segir í viðtali við bæjarblaðið að
hann hafi ákveðið að flytjast til
Bandaríkjanna vegna þess að þar séu
möguleikarnir meiri. Hann hafi
skoðað nokkra flugvelli í Texas áður
en hann kom til Stephenville og
ákvað að kaupa flugvöllinn þar, eða
nánar tiltekið leiguréttinn, því bæjar-
félagið á sjálft landið undir flug-
vellinum og flugskýlin. Tryggvi og
fyrri eigandi, Cecil Davis, eru fullir
áhuga og ráðagerða um framtíðina,
segir blaðið. Gera þeir sér vonir um
að bæjarfélagið ráðist á næstunni í
að byggja nýtt flugskýli og eins eru
þeir með hugmyndir um að byggja
nýtt flugstöðvarhús. Cecil Davis
hefur rekið flugvöllinn í Stephenville
i 31 ár en hyggst nú draga sig í hlé
eftir að hann hefur aðstoðað Tryggva
við að koma sér í gang með starf-
semina.
Tvær flugvélanna hyggst Tryggvi
nota í leiguflug en hinar tvær til
kennsluflugs. Allar eru eins hreyfils
vélar en Tryggvi er með ráðagerðir
um að kaupa fimmtu vélina, tveggja
hreyfla, til frekara leiguflugs.
Völlurinn er búinn radíóvita, flug-
brautarljósum og aðflugshalla-
ljósum. Tvær brautir eru þar, önnur
1400 metra löng og hin 900 metra
löng. Báðar eru 20 metra breiðar.
Blaðamaður Stephenville Star
spurði Tryggva hvers vegna hann
hefði komið til Bandarikjanna og
hvers vegna hann hefði valið einmitt
Stephenville. „Ja, ég var eiginlega á
leið til Flórída þegar ég kom hingað.
Mér leizt vel á völlinn, fólkið og
borgina svo ég keypti fyrirtækið. Og
ástæðan fyrir því að ég kom til
Bandaríkjanna — ég var eiginlega
búinn að vera að velta því fyrir mér í
tvö ár heima á íslandi áður en ég fór
þaðan i júní til að leita fyrir mér.
Allir koma hingað í leit að
einhverju.”
Tryggvi Helgason við eina af vélum slnum á flugvellinum f Stephenville: allir koma
i leit aö einhverju.
Kona Tryggva og fimm börn eru
enn á Akureyri en hann segir að þau
muni flytjast utan þegar skóla lýkur
næsta vor.
-ÓV.
Póstsendum
Teg. 15
Litir:
Svart ledur
heinhvítt leður
og Ijósbrúnt leður
Stærðir: 36-40
Verd kr. 298,70
Skóverzlun Póstsendum
ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR
Laugavegi 95 — Simi 13570
Kirkjustræti 8 v/Austurvö/l — Simi 14181
Ji Ajl Afc £ fí p V