Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D t ! > Gösta Bohman lætur af formennsku í sænska íhaldsflokknum: Fritiof 000101944-1950 Jarl Hjalmarssoh 1950-1961 GunnarHeckscher1961-1965 YngveHolmberg 1965-1970 Gösta Bohman 1970- Eins og þessi myndatafla sýnir hefur Ihaldsflokkurinn sænski aidrei verið ðflugrí en nú frá strfðslokum. Verður Adelsohn sveigjan- legri en Gösta Bohman? — Leiðtogaskiptanna f sænska íhaldsf lokknum beðið meðeftirvæntingu — Ihaldsf lokkurinn hef ur vaxið mjög undir stjórn Gösta Bohmans Gðsta Bohman hættir sem leiðtogi ihaldsmanna um miðjan október og ætlar að verja meiri tima með fjðlskyldu sinni en áður. „Hann hefur sannfært kjósend- urna um að hann berst fyrir ákveð- inni stefnu og ekki fyrst og fremst fyrir ákveðnum flokki. Þessi hæfi- leiki hans hefur gert það að verkum að hann er nú við afsögn sína eini stjórnmálamaður landsins sem hefur uppskorið ríkulega.” Eitthvað á þessa leið komst Dagens Nyheter að orði í leiðara í tilefni af þeirri ákvörð- un Gösta Bohmans, leiðtoga sænskra íhaldsmanna að láta af formennsku í flokki sínum. Ekki er vafi á því að Gösta Boh- man er einn virtasti stjórnmála- maðurinn í Svíþjóð. Hann er jafn- aldri dr. Gunnars Thoroddsen for- sætisráðherra Islands og Reagans Bandarikjaforseta og lætur lítt á sjá frekar en þeir. Flestir andstæðingar Bohmans á stjórnmálasviðinu fóru lofsamlegum orðum um hann er hann tilkynnti um þá ákvörðun sína 21. september siðastliðinn að verða ekki í framboði við formannskjör í Íhaldsflokknum (Moderaterna) um miðjan októbermánuð. Olof Palme, leiðtogi jafnaðarmanna sagðist koma til með að sakna hans og leiðtogar hinna flokkanna tóku í svipaðan streng. Bohman dregur sig þó ekki alveg í hlé því hann kemur til með að sitja áfram á þingi. Hér í Svíþjóð hafa menn talsvert velt vöngum yfir þeirri ákvörðun Bohmans að láta af formennsku nú Bohmans hefur rúmazt innan flokks- ins talsvert sundurleitur hópur og á þeim ellefu árum sem Bohman hefur stýrt flokknum hefur hann vaxið upp í það að verða næststærsti flokkur landsins og skoðanakannanir sýna að fjórði hver kjósandi fylgir honum að málum. Margir íhaldsmanna telja heppileg- ast fyrir flokkinn að verða um hríð í stjórnarandstöðu og telja að þannig geti hann enn vaxið verulega og orðið að verðugum keppinaut jafnaðar- manna. Aðrir íhaldsmenn segjast gjarnan vilja sjá Adelsohn sem for- sætisráðherra eftir næstu kosningar og telja að hinir borgaralegu flokk- arnir ættu auðveldara með að sætta sig við hann i því embætti en Bohman þó hinn síðari hafi sýnilega átt virðingu þeirra. Reynslan verður að skera úr um þetta og Adelsohn hefur lýst því yfir að hann verði ekki til viðtals við fjöl- miðla fyrr en að loknu formanns- kjöri. þegar skoðanakannanir sýna að flokkur hans er öflugri en um langt skeið og það svo mjög að rætt er um hvort þróunin hér sé í svipaða átt og í Noregi, þ.e. í átt til tveggja flokka kerfis. Sjálfur segir Bohman að hann vilji aðeins fá meiri tíma fyrir fjöl- skylduna og sjálfsagt á aldur hans þátt í því að fréttamenn hafa ekki gengið hart eftir öðrum skýringum 'frá honum. Afsögn Bohmans getur vissulega haft mikil áhrif á þróun mála á sænska stjórnmálasviðinu. Stjórn- málaflokkar lenda sem kunnugt er oft i erfiðleikum er allt að því sjálf- kjörnir leiðtogar þeirra draga sig í hlé eða falla frá. Adelsohn kemur „að utan" Þrátt fyrir að ljóst virðist að hinn fjörutíu ára gamli Ulf Adelsohn muni leysa Bohman af hólmi hávaða- laust er jafnljóst að flestir sænskra íhaldsmanna hefðu helzt kosið að Bohman gegndi sjálfur formennsku áfram enn um hríð. má að orði komast. Hann situr nefnilega ekki á þingi og reynsla hans er einkum á sviði sveitarstjórn- armála auk þess sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Frá sveitarstjórnarmálunum hefur Adelsohn í ríkum mæli vanizt við að semja um lausnir á málunum og hann þykir af þeim sökum líklegur til að verða sveigjanlegri í samstarfi við aðra flokka en Bohman hefur verið. Bohman hefur á stundum þótt bera óþarflega mikla virðingu fyrir mót- aðri stefnu flokks síns og hefur þess vegna stundum ekki treyst sér til að víkja nægjanlega frá stefnunni til að ná samkomulagi við samstarfsflokk- ana á stjórnmálasviðinu því þó íhaldsflokkurinn hafi eflzt mjög í Svíþjóð á hann þó langt í land með að ná meirihlutaaðstöðu á þingi og raunar eru það jafnaðarmenn einir sem geta leyft sér að dreyma um slíkt. Þessi fastheldni Bohmans við stefnuna hefur gert það að verkum að hann hefur átt erfitt með að vinna með þeim Ola Ullsten, leiðtoga Þjóð- arflokksins og Fálldin, leiðtoga Mið- flokksins, en án samvinnu við þá getur íhaldsflokkurinn tæpast vænzt þess að eiga aðild að ríkisstjórn. Geta borgaraflokkarnir starfað saman? Stóra spurningin er því sú hvort leiðtogaskiptin í íhaldsflokknum muni leiða til bætts samstarfs borg- araflokkanna þriggja á ný. Ef borg- araflokkarnir eiga að hafa möguleika á að vinna sigur í kosningunum 1982 verða þeir að geta sannfært kjós- endur um að þeir geti unnið saman. Þetta þarf Adelsohn að sjálfsögðu að hafa í huga og jafnframt þarf hann að leggja sig fram um að halda saman flokknum en undir stjórn skrifarfrá Svíþjóð Ulf Adelsohn þykir ráða yfir svipuðum sannfæringarkrafti og Bohman og hann talar yfirleitt þannig að fólk á í litlum erfiðleikum með að skilja hvað hann er að fara. Ulf Adelsohn. Verður hann auðveldari Adelsohn kemur „að utan” ef svo isamstarfi en Bohman? Ullsten og Fálldin. Bohman yfirgaf stjórn þeirra I vor en þar gegndi hann embætti fjármálaráðherra. llllllllllltlIllfK III MIMIIKKIKIMHKKIIIIIHIIII I ItjVAUt.LU.W-iAVJ'MW.WJIIJ'Í.MWJÍfllllHIWUMUt.W.W.MJiJMffWIK %

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.