Dagblaðið - 08.10.1981, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981.
Hvað segja stjómmálaforingjar um
skoðanakönnun Dagblaðsins?
Skoðanakannanir Dagblaðsins
vekja alla jafna mikla athygli.
Reynslan af þein hefur sýnt og
sannað að þær eru verulega
marktækar og sú aðferð sem beitt er
við gerð þeirra hefur fyllilega sannað
gildi sitt.
Um síðustu helgi gerðu
blaðamenn blaðsins skoðanakönnun
sem byrjað var að birta niðurstöður
úr í gær. Að vanda var valið 600
manna úrtak úr símaskrá, helmingur
karlar og helmingur konur. Fyrsta
spurningin í könnuninni var um fylgi
ríkisstjórnarinnar og hljóðaði svo:
Ertu fylgjandi eða andvigur ríkis-
stjórninni?
Niðurstöðurnar urðu þær að
fylgjandi stjórninni voru 42%, and-
vígir 23,5%, óákveðnir 22,7% og
11,8% vildu ekki svara. Ef aðeins eru
teknir þeir sem tóku afstöðu voru
niðurstöðurnar þær að fylgjandi
stjórninni voru 64,1% en andvígir
35,9%.
Dagblaðið leitaði i gær til
nokkurra stjórnmálaforingja og
leitaði álits þeirra á niðurstöðum
könnunarinnar. í blaðinu í gær voru
birt ummæli forsætisráðherra og
leiðtoga stjórnarandstöðunnar á
þingi, Ólafs G. Einarssonar for-
manns þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins.
Magnús H. Magnússon
varaformaður Alþýðuf lokksins:
„Fólkið sér ekki
annan möguleika”
„Ég er náttúrlega ekkert hissa á
niðurstöðunum, siður en svo. Það er
greinilegt að ýmsir sem studdu ríkis-
stjórnina eru ekki allskostar ánægðir
með árangurinn,” sagði Magnús H.
Magnússon varaformaður Alþýðu-
flokksins og fyrrum ráðherra.
,,Þó hefur ríkisstjórnin orðið fyrir
margvíslegum höppum. Hækkun
dollarans er eina ástæðan fyrir því að
verðbólgan er ekki 60% heldur40%.
Allur árangur í baráttunni við
verðbólguna er dollaranum að
þakka.
En það sem mér finnst vera mest
áberandi er það sem kemur fram í
svörum fólks. Fólkið sér ekki annan
möguleika, það sér ekki annan kost.
En það er gaman að þessum
könnunum ykkar,” sagði Magnús.
-KMU.
-<------m.
Magnús H. Magnússon alþingis-
maður og varaformaður Alþýðu-
flokksins.
Matthías Á. Mathiesen
alþingismaður:
þverrandi
fyigi
stjórnar-
innar”
Matthlas Á. Mathiesen þingmaður
Sjáifstæðisflokksins.
,,Að því leyti sem þessi skoðana-
könnun er marktæk sýnir hún þverr-
andi fylgi ríkisstjórnarinnar frá því í
vetur sem ekki kemur á óvart. En
grunur minn er nú sá að staða ríkis-
sé töluvert mikið verri
sýna og það ekki að á-
stæðulausu,” sagði Matthias Á.
alþingismaður Sjálf-
fyrrverandi fjár-
-KMU.
nTdsstjótrmtm
ErtufylðfÍ
«,,,1
septem oina„„n4t ctl
Vy»»' ct
r&zZiiéZ’1
í ..
t .. ... tvrf ta'
semtaKaal
meðaU>e'inra
mrinWuta
^turenn
V.ont'"1"1' ¥C,‘
ja liinia'*1
jalnnuv'il1'
ogutanW--"
DtUdinW
4toftutn-
H,Vi"»i0,n
j.nftjuní1"
Frétt Dagblaðsins um niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi ríkisstjórnarinnar i blaðinu i gær.
Lúðvík Jósepsson fyrrum ráðherra:
UTKOMAN NALÆGT MINU
PERSÓNULEGA MATV’
,,Ég hef oft sagt og segi enn að af-
skaplega varhugavert er að treysta,
eða taka mark á niðurstöðu skoðana-
könnunar. Þar grípur svo margt inn
í, spurningartími, gerð spurninga
o.fl. Stundum hefur lika komið út af-
leit vitleysa sem niðurstaða,” sagði
Lúðvik Jósepsson fyrrum ráðherra er
hann var spurður álits á niðurstöðu
spurningarinnar um fylgi við ríkis-
stjórnina nú.
,,Ég neita því hins vegar ekki að
oft er talsvert til í því sem niður-
staðan segir. Miðað við mitt per-
sónulega mat er það nærri lagi að svo
margir styðji núverandi ríkisstjórn að
rúmlega 60% lýsi yfir fylgi við hana
og tæplega 35% segist andvíg henni.
Þetta er fremur trúleg niðurstaða,”
sagði Lúðvík. „Og undir hana get ég
tekið, sem mjög líklega.”
„Það er allt í lagi og ágætt að
spyrja hvort menn séu fylgjandi eða
andvígir ríkisstjóm. En þegar kemur
Lúðvfk Jósepsson fyrrum ráðherra.
að spurningu um fylgi við flokka hef vara um niðurstöður skoðana-
ég mínar sérstöku efasemdir og fyrir- kannana,” sagði Lúðvík. -A.St.
Tómas Árnason viðskiptaráðherra:
„Stjórnin má vel við
„Mér finnst að ríkisstjórnin megi
mjög vel við una. Ef ég man rétt þá
virðist mér niðurstaðan í skoðana-
könnuninni nú vera mjög svjpuð
þeirri sem varð í könnun ykkar á
sama tíma í fyrra,” sagði Tómas
Árnason viðskiptaráðherra og vara-
formaður Framsóknarflokksins.
„Því er ekki að neita að við
höfum búið við hagstæð skilyrði. En
ég vil segja frá því að ég er nýkominn
af ársfundi Alþjóðabankans þar sem
menn voru flestir yfirleitt að kvarta
undan atvinnuleysi, stöðnun og
verðbólgu,” sagði Tómas.
-KMU.
Tómas Árnason ráðherra og varafor-
maður Framsóknarflokksins.
JÚDÓFÉLAG REYKJAVÍKUR
Tilkynnum œfingartíma
í hinni japönsku glímu._____
Júdó
Drengir á mánudögum kl. 17—18
Framhaldsflokkar þriðjudaga og
fimmtudagakl. 19—20.30.
Innritun fyrir byrjendur og
framhaldsflokka mánudaga frá kl. 18—19.
Þriöjudaga ogfimmtudaga kl. 18—20.
BYRJENDUR VELKOMNIR.
Gufubað á staðnum.
JÚDÓFÉLAG REYKJAVÍKUR,
BRAUTARHOLT118, SÍM116288.