Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Side 10
186
SUNNUDAGUR
Barnaskólaliúsiö í Ámesi á Ströndum.
þetta sé versti fjallvegur, sem' hann hafði farið, en
Eggert fór ekki lengra vestur um Hornstrandir en
til Furufjarðar.
í botni Þaralátursfjarðar fellur jökulá, Þaraláturs-
ós, og kemur hún úr Drangajökli, sem er þarna mjög
nálægur. Drangajökull teygir skriðjökla sína niður
í margar víkur og firði á Hornströndum og setur
kaldranalegan svip á landslagið.
Þaralátursós var mesta vatnsfallið, sem við þurft-
um að vaða á Ströndum. Þegar við vorum komnir
yfir hann, borðuðum við nestið okkar og sleiktum
sólskinið. Gengum svo yfir Þaralátursnes og komum
að Reykjarfirði snemma um kvöldið.
Eins og nafnið bendir til, eru heitar laugar í
Reykjarfirði og fyrir nokkrum árum byggðu synir
Jakobs bónda þar ’sundlaug.
Trjáreki hefur löngum þótt stórhlunnindi á Strönd-
um. Svo er og enn. Undanfarin ár hefur verið mikill
markaður fyrir rekaviðinn og fengizt fyrir hann
gott verð. Algengasti rekaviðurinn eru óunnir, bark-
arlausir trjábolir, en stundum rekur þó unninn við.
í Reykjarfirði er sögunarvél, sem sagar trén niður
í ákveðríár stærðir. Yzti hluti trjánna er hafður í
girðingarstaura, en innviðurinn í bita.
Daginn eftir fórum við frá Reykjarfirði. Benedikt,
sonur Jakobs bónda, reiddi okkur yfir Reykjar-
fjarðarós að rótum Fossadalslheiðar. Þar kvöddum
við Benedíkt og settum á okkur bakpoka. Okkur gekk
vel yfir heiðina og komumst yfir Sunndalsá á snjó-
brú. Við vorum nú komnir ú.r ísafjarðarsýslu og í
Stfandasýslu, því að sýslumörkin eru á Fossadals-
heiði og enda í Geirólfsgnúpi.
í Bjamarfírði fórum við úr sokkum og skóm og
óðum yfir Bjarnarfjarðará. Þegar við vorum komnir
yfir, borðuðum við og létum fara vel um okkur,
af því að veðrið var svo gott. Dvaldist okkur þarna
í þrjá tíma. Síðan gengum við út með firðinum og
bar þá margt fyrir augu.
Fyrst sáum við örn á sv.eimi yfir firðinum. Æðar-
kollur hlupu úr vegi okkar með langa halarófu
af ungum á eftir sér. Selir lágu á steinum og skerj-
um, reistu hausinn, þegar þeir sáu til mannaferða og
steyptu sér í sjóinn. Tófur hlupu upp úr fjörunni,
tylltu sér á tá og höfðu gát á ferðum okkar. En
himbrimi hló úti á firðinum.
Við komum nú að Meyjará. Hún er óbrúuð, en
svo heppilega vildi til, að nokkrir hestar voru á
beit okkar megin árinnar og tókum við þá trausta-
tak'. Síðan gengum við heim að Dröngum. Þáðum
við þar hinn bezta beina hjá Eiríki bónda og hefðum
gist þar um nóttina, ef Guðmundur Pétursson frá
Ófeigsfirði, sem staddur var á Dröngum, hefði ekki
boðið okkur far með sér t'l Ófeigsfjarðar. Því boði
gátum við ekki neitað, því að það sparaði okkur
erfiða dagleið.
Um miðnætti lögðum við af stað á litlúm vélbáti
og komum til Ófe'gsfjarðar um klukkan þrjú um
nóttina. Á leiðinni sigldum við rétt hjá hinum
nafnkunnu Dröngum. Um þá segir Þorvaldur Thor-
oddsen: Það eru ógurlegar, risavaxnar hamrastrýtur,
sem líklega eru í fyrstu svo til orðnar, að f jallalækir
'hafa beggja vegna grafið geilar í fjallsbrúnina, unz
þær náðu saman og svo urðu strýtumar eftir, því
að alltaf dýpkuðu geilarnar meir og meir. í Dröng-
unum eru blágrýtislögin áframhaldandi eins og í
fjallinu fyrir ofan. Efsti dranginn er hæstur, odd-
hvass eins og nál að ofan. Þá er annar breiðvaxnari,
flatari í toppinn. Þá hinn þriðji, nærri eins breiður
og báðir hinir, en sýling niður í hann miðjan, svo að
úr honum verða einhvern tíma tvær strýtur. Þá er
fjórði dranginn miklu lægri með skoru í toppinn og
hinn fimmti yzt, langminnstur. Efsti dranginn er á
að gizka 800 fet á hæð. Út með hlíðinni og gegnum
Drangaskörðin er illfær vegur. Þar er stundum far-
ið af gangandi mönnum. Eftir myndinni í ferðabók
Eggerts er ekki ólíklegt, að Drangarnir hafi nokk- *
uð breytzt, síðan hann fó.r þar um. Hvergi á íslandi
hef ég séð jafn hrikalegt náttúrusmíði í þessari röð,
eins og Drangarnir eru. Drangarnir sjást langt að
norðan úr hafinu, þegar siglt er til Norðurlandsins.
Þeir eru eins og risavaxnir stólpar, sem benda norð-
ur í óbyggðir Grænlands. Hér er víst óvistlegt á vetr-
i