Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Side 13
SUNNUDAGUR
189
Uppgröfturinn á Þórarins-
stöðum. í byngnum (til
hægri á myndinni) sem
mokað hefur verið upp
úr húsarústunum. — Á
bak við sjást rofbakkar
bcir sem enn standa eftir.
Þannifí hefur landið litið
út áður en foklögin, sem
grrófu bæiun tóku að blása
burtu.
(Líjósm. Sig. Þórarinsson).
Enginn þeirra gróf svo mikið í rústirnar, að unnt
væri að glöggva sig á húsaskipun einstakra bæja, en
Brynjólfur var sá eini þeirra, semJkom á alla staðina
og gerði tilraun til að úrskurða, hvar verið hefði bær
og hvar ekki, og þessi tilraun er mikilsvirði, því að
hann er enn einn til sagna í þessu efni. Brynjólfur
fullyrðir um suma staðina, að þar hafi aldrei byggð
ból verið. Þann dóm fá allir éfstu staðirnir, m. a.
Ásgarðarhir báðir. Sumt af því sem áður höfðu verið
talið bæjarrústir, reyndist vera stórþýfður mói. Nið-
urstaðan af rannsókn Brynjólfs er í raun og veru
sú, að ekki séu nema 5 staðir á Hrunamannaafrétti
sem full vissa er fyrir, að bæir hafi staðið á. Svo
mjög héfur byggðin og um leið landauðnin vaxið í
munnmælunum, því að það orkar ekki tvímælis, að
fremur ber að treysta rannsókn Brynjólfs en munn-
mælum þeirra Ytri-Hreppsmanna. Brynjólfur frá
Minha-Núpi var ekki slíkur maður, að hann gerði
það að gamni sínu að bera brigður á gömul munn-
mæli. Hann var þvert á móti bannig skapi farinn,
að hann treysti þeim í lengstu lög og gekk ekki í
berhögg við þau fyrr en í fulla hnefana. Þegar hann
íullýrðir, að bess sjáist engin merki, að munnmæli
líafi við rök að styðjast, þá er ekki líklegt að þau
geri það.
Þessir’f mm bæir, sem full vissa er fyrir, að verið
hafi á-i Hrunamannaafrétti heita Stangarnes eða
Stöhg,' Rógshólar, Mörþúfur, Laugar eða Laugá-
hvammar og Þórarinsstaðir Við þetta mætti þó bæla
tveimur bæjum, sem enn sjást merki eftir uppi við
Hvítárvatn og líklega eru frá sama tíma og bæirnir
á afrétt num Eins og eðlilegt er á uppblástrarsvæði
hafa rústir bæjanna fimm hlotið mismunandi örlög.
Stangarnesrústirnar eru nú með öllu horfnar, en haía
verið mjög greinilegar á dögum Árna Magnússonár.
í Mörþúfum voru allmiklar rústir sjáanlegar um
miðja 19. þld, en eru nú gjöreyddar. Sama er að segja
um Rógshóla. Þar stendur nú ekki steinn yfir steihii,
en Brynjólfur og fleiri hafa fundið þar forngripi, bg
enn sjást grjótdreifar nokkrar, þar sem bærinn héíur
staðið. Á Laugum getur enn að líta miklar bygging-
arleifar, en vindur og vatn_ hafa farið um þær svo ó-
mjúkum höndúm, að varla verður héðan af hægt að
glöggva sig á til fullnustu hversu hýbýlum hefur
verið háttað þar. Á því er þó enginn vafi, að þetta
býli hefur verið stærra en nokkurt hinna. Þar mun
hafa verið kirkja eða bænhús og heit uppsprétta
hefur verið bar nálægt bænum, eins og nafnið sýnir.
Laug sú er nú þorrin, og segja munnmæli, að hún
hafi fært sig til, þegar bærinn fór í eyði. — ÞeSsi
fjögur bæjarstæði sýna áþreifanlega’ hvc aðgangs-
harður uppblásturinn hefur verið nú á síðari tim-
um. Leifar hinna fornu bæja eru' annað hvort foknaf
út í veður og vind í bókstaflegum skilningi, eða svo
mjög úr lagi færðar, að einskis árangurs er að vænta
af rannsókn þeirra.