Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 14
190
SUNNUDAGUR
Öðru máli gegnir um Þórarinsstaði, hinn fimmta
og efsta af bæjum þeim, er nefndir voru. Bæjarrúst-
imar þar hafa snemma grafizt undir þykku áfokslagi,
og það er tiltölulega stutt síðan þeim fór að verða
hætta búin áf uppblæstri. Hvergi er meiri vitneskju
að vænta um hina fornu byggð en einmitt þar, og
þess vegna lögðu þeir Þorsteinn Erlingsson og Daníel
Brún fyrst og fremst leið sina þangað. En hvorugur
þeirra gerði þar ýtarlega rannsókn. Þar mátti mikið
um bæta, og því var það, að nokkrir menn tóku sig
til að ráði þjóðmjnjavarðar og gerðu út leiðangur upp
að Þórarinsstöðum síðastliðið sumar. Þeir lágu þar
við á aðra viku, rannsökuðu allt hátt og lágt og þótt-
ust hafa haft erindi sem erfiði.
Bærinn á, Þórarihsstöðum hefur staðið vestan til
í ávölum heiðarási, er nefnist Hnausheiði, við á eina
litla, sem heitir Stangará og rennur í Hvítá. Dálít-
ill, viðkunnanlegur foss er í ánni rétt hjá bæjarstæð-
inu Þar hefur vatn verið tekið og klæði þvegin.
Framhlið bæjarins hefur snúið móti vestri, enda er
víðsýní mest í þeirri átt. Þar blasir við Langjökull
með Jarlihettum fyrir framan. Geitlandsjökull og
Þórisjökull. Litlu sunnar er Hlöðufell og enn fleiri
há og virðuleg fjöll. í hánorðri er Bláfell og hægra
megin við það bryddir á Kerlingarfjöllum. Það er
fagurt um að litast á Þórarinsstöðum nú, en endur
fyrir löngu, meðan byggð stóð bar í blóma, tún rækt-
hð og skógar miklir á alla vegu og þessi f jalladýrð
að baki, hefur það þó verið enn fegurra.
Það kom brátt í ljós, þegar farið var að grafa í
rústirnar, að þær voru með fádæmum vel varðveitt-
ar, svo að engar miðaldarústir, sem hér hafa verið
rannsakaðar, skara fram úr þeim nema bæjarrústirn-
ar í Stöng í Þjórsárdal. Allir veggir standa enn upp
til miðs og má ýkjulaust segja, að hvergi hafi hagg-
azt steinn í vegg. Ástæðan er sú, að áfokið, sem tóft-
irnar voru fullar af, hefur stutt veggina og varið þá
hruni. Þegar svo áfokið er hreinsað burtu, má ljós-
lega sjá, hversu húsum hefur verið skipað.
Gestúr, sem komið hefur neðan úr hreppnum, þeg-
ar bærinn stóð á Þórarinsstöðum, mun fyrst hafa
séð fyrir sér aflangt hús með framhlið móti vestri, •
en þegar hann reið í hlaðið, hefur hann komizt að
raun um, að þetta voru í raun og veru þrjú hús, sem
stóðu hvort af annars enda, skáli í miðju, en stofa
og fjós til beggja enda. Norðarlega á skálavegg eru
aðaldyr bæjarins, lagðar hellum, eins og venja var
til. í eins konar skáp eða skoti í vinstra dyrakampi
niðri við gólf er komið fyrir stórri, íhvolfri hellu eða
steinskál, sem tekið hefur nokkra lítra vatns. Stein-
skálar eða ker hafa fundizt nálaégt útidyrum í fleiri
fornaldar- og miðaldarbæjum og cr varla til önnur
skýring ja þeim en að þær séu mundlaugar. Það er
alkunna, af fornum sögum, að handþvottur var al-
gengur í fyrndinni en bæjarrústarannsóknirnar hafa
nú sýnt og sannað, að naumast var sá bær byggður,
er sæmilegur skyldi talinn, að ekki væri búið um
vatnsskál við útidyr, svo að verkmenn gætu þvegið
hendur sínar, er þeir gengu í bæ frá vinnu sinni;
Mun þetta lengi verða talið menningu forfeðra vorra
til ágætis. — Skátinn, sem gengið er í úr bæjardyr- *
um, er aðalhús bæjarins. Hann er 8 m langur og 4
m breiður og mundi ekki vera tallnn stór af fornum
skála að vera, en þó hið sæmilegasta hús og ólíkt
stærri en meðal baðstofukytra frá seinni öldum. Á
miðju gólfi er eldstæði, sem maður dyrfist varla að
kalla langeldstæði, en hlutverk elds þess, sem þar
hefur brunnið, hefur þó verið h ð sama og langeld-
anna fornu. Hann hefur einkum verið til þess að
hita upp skálann, sem var svefnhús heimamanna.
Fram með báðum hliðarveggjum e.ru upphækkuð
set, þar sem hvílurnar hafa verið, gríðarmiklar hellur
í rúmstokks stað fyrir framan. Iíeldur eru nú hvíl-
urnar kaldranalegar, en þess ber að gæta, að í þeim
hefur verið hálmur og loðfeldir, meðan þær voru
í notkun. Á þessum bálkum virðist hafa verið svefn-
rúm fyrir 12 manns.
Úr öðrum enda skálans er gengið til stofu. Stofa
var annað aðalhúsið, sem vera átti á hverjum vel
hýstum bæ. Þar sat fólkið við vinnu sína á veturna
í flöktandi koluljósinu, þar voru kvæði kveðin og
sögur sagðar. Stofan er álíka stór og skálinn og virð-
ist því munu hafa verið tiltölulega rýmra um heim-
ilisfólkið við vinnu sína í stofunni um daga eh á
skálabálkunum um nætur. Fram með báðum stofu-
veggjum eru setbekkir með framhlið úr úrvalshell-
um, sem felldar eru saman með miklum hagleik. Fyr-
ir stafni stofunnar er enginn bekkur, enda þurfti að
vera gott rúm þar fyrir vefstólinn. Þar fannst hrúga
af steinum, kljasteinum, sem hafðir voru til að
strengja voðina í gömlu, íslenzku vefstólunum. Það
má nærri geta, að tóvinna hefur verið ein helzta iðja
fólks í stofunni. Þar voru unnar voðir þær allar, er
þurftu til klæða heimilisfólksins, og þar var fram-
leiddur kaupeyrir bóndans, vaðmálin. En fleira gerð-
ist í stofunni. Við veitum því athygli, að ekkert eld-
hús er á bænum. í einu stofuhorninu eru stórar og
myndarlegar hlóðir, og þar hefur maturinn verið
eldaður. Þetta var að mörgu leyti hagkvæmt. Hlóða-
eldurinn hitaði upp stofuna, og þegar maturinn var