Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR
191
i
Skálinn á Þórarinsstöðum.
Hann er 8. m. langur og
4 m. breiður. Meðfram
hliðarveggjunum eru bálk-
ar, þar sem heimilisfólkið
hefur sofið. — Á miðju
gólfi eru hellur og hefur
þar verið eldstæði.
(Ljósm. Sig. Þórarinsson).
soðinn, 'þurfti ekki að bera hann langar leiðir handa
fólkinu, sem sat á bekkjunum rétt hjá. Auðvitað hef-
ur það fengið dáldtinn reykjareim í nef og augu um
leið, en varla hafa menn kippt sér upp við slíka smá-
muni í þá daga, þegar öll eldstæði voru opin, en
loftrásir fáar. — Að baki langhúsanna, skála og
stofu, er enn eitt hús, búrið. í því hefur verið geymd-
ur alls konar matur, þó einkum mjólkurmatur. Þar
hafa koppar og kirnur staðlð á stokkum við annan
vegg, en við hinn hafa stórir skyr- eða sýrusáir,
verið grafnir niður í gólfið. Þeir hafa verið eins og
önnur stafaílát og töluvert djúpir. Þegar maður sér
slík gímöld, skilur maður vel, hvernig Gissuri Þor_
valdssyni tókst að leynast 1 sýrukeraldinu á Flugu-
mýri forðum. Á Þórarinsstöðum hefur verið sams
konar umbúnaður.
Þá eru upp talin mannahúsin á Þórarinsstöðum.
En fleiri voru hús á bænum. Við norðurenda skál-
ans er fjós og innangengt 1 það úr skálanum. í fiós-
inu eru básar í tveimur röðum, en flór í milli. Þar
hefur verið básrúm fyrir 14 nautgripi, kýr og geld-
neyti, og er hægt að þekkja geldneytisbásana frá
kýrbásunum eftir því hvemig básstokkurinn er gerð-
ur. Allt er með ráði gert, og geldneytin hafa verið
■höfð fremst í fjósinu til að taka við útidyrakuldan-
um, en mjólkurkýrnar innar í hlýjunni, nær manna-
húsunum. Austur úr fjósinu gengur hlaða og lítill
hrútakofi eða hesthúskofi við norðurstafn þess.
Á túninu skammt frá bænum eru rústir tveggja
fjárhúsa. Það eru löng hús og mjó, hið lengra hvorki
meira né minna en 18 m að lengd, en aðeins rúm-
ir 2 m að breidd, svo að það líkist einna helzt löng-
um ranghala. Virðast þau munu hafa tekið um 75
fjár til samans. í báðum húsunum eru 'jötur úr hell-
um við annan vegginn en ekki garði .eftir endilöngu
húsi og krær til beggja hliða eins og nú táðkast' um
land allt. Jötufjárhús af líkri gerð og Þórarins-
staðahúsin hafa ver.ð notuð á Suðurlandi fram á
daga þeirra manna, er enn lifa. En það var löngum
fremur óþægilegt að gefa á þessar jötur, -og það var
því ekki svo lítill búhnykkur fyrir Sunnlendinga,
þegar þeir lærðu af Norðlendingum að reisa f járhús
með garða, enda hafa þau nú til fulls útrýmt jötu-
húsunum.
Milli bæjarins og fjárhúsanna hefur smiðja bónd-
ans staðið, en hana hefur uppblásturinn leikið harð-
ast af húsunum öllum. Þess sjást þó greinileg merki,
hvar hún hefur verið, enda liggur það í hlutarins
eðli, að smiðja hefur verið á bænum, þótt ekki væri
til annars en dengja ljáina. En áuk þess leynir það
sér ekki, að bóndinn á Þórarinsstöðum hefur verið
járnsmiður mikill og járngerðarmaður. Viðarkol, mýr-
arrauði og gjall fannst í ríkum mæli í í’ústunum og
kringum þær og ber vitni um þessa iðju hans.
Hér hefur nú verið lýst því helzta, sem hafðist upp
Framhald á bls. 194,
\