Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 18

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 18
194 SUNNUDAGUR r~....... ....................... Eyðibýli á Hrunamannaafrétti Framhald af bls. 191. úr rannsókninni á Þórarinsstöðum. Þar he'fur ekki verið stórbýli, en snyrtilegt og þrifalega um gengið, búskapurinn ekki stórkostlegur, en þó sæmi- legur, sauðbú töluvert og líklega til hús yfir allan fénaðinn, sem er hið mesta menningarmerki og ber bóndanum gott vitni. Á þessum bæ hefur verið búið mjög mikið að sínu. Svo var alls staðar fyrrum á landi hér og því meir, því fjær, sem bæirnir voru verzlunarstöðum og þjóðbrautum hinna stóru byggð- arlaga. Frá Þórarinsstöðum er 24—25 stunda lesta- gangur niður á Eyrarbakka, sem hefur verið næsti kaupstaður, svo að það hefur komið sér vel fyrir bóndanum gott vitni. Á þessum bæ hefur verið búið um degi. Enda þurfti hann þess ekki. Af matvælum þurfti hann ekki að flytja að annað en ef til vill komvöru og skreið, dúkarnir til fatagerðarinnar voru unnir heima, jámið var unnið heima, og skógarvið- urinn entist langt til húsagerðarinnar. Máttarviði alla hefpr þó orðið að flytja að. Hvernig afkoman hefur svo verið, er ekki gott að segja. En þegar á allt er litið, virðist sennilegt, að bærinn á Þórar- insstöðum sé ákjósanlegur fulltrúi íslenzkra mið- lungsbæja frá miðöldum. Eins og einn rannsóknar- maðurinn sagði í sumar, er hann renndi augunum yfir rústimar: „Hann var enginn stórbóndi hann Þórarinn, en hann var farsæll“. En hvenær var hann uppi bóndi sá, sém látið hefur eftir sig þessar minjar? Hé.r hafa verið nefndar miðaldir í sambandi við hann, en hvenær skyldi bærinn á Þórarinsstöðum hafa farið í eyði nánar tiltekið? Þegar maður grefur upp fornar rústir, von- ar maður í lengstu lög, að einhverjir fomgipir finn- ist, sem maður veit, að eru einkennandi fyrir eitt- hvert afmarkað tímabil. Það eru þær einföldustu og beztu heimildir um aldur rústanna, sem til eru. En á Þórarinsstöðum brugðust þessar vonir gjörsam- lega^ því að þeir fáu forngripir, sem þar fundust, voru allir næsta ómerkir og veita alls enga vitneskju um aldur rústanna. Aðrar leiðir verður að fara. En skriflegar heimildir bregðast okkur einnig að mestu leyti. Þórarinsstaða er hvergi getið í fomsögunum og máldagabók sú, er Vilkin Skálholtsbiskup lét gera árið 1397, er elzta heimildin, sem nefnir þá á nafn. í þessari bók stendur, að Hólakirkja í Hruna* mannahreppi eigi „afrétt til Þórarinsstaða“, sem bendir eindregið í þá átt, að bærinn hafi þá verið kominn í eyði. Þetta er allt og sumt. Það er vitan- lega gott og blessað að fá vitneskju um, að bær- inn hafi verið kominn í eyði árið 1397, en við þurf- um að vita enn gjör um aldur hans. Og þá er eftir þrautalendingin, öskulagatímabilið, sem dr. Sigurður Þórarinsson hefur sett á laggimar. Víða um land getur að líta lög í jörðu, sem stafa frá gosum í eld- fjöllum, og eru sum eldri en byggð íslands, önnur frá sögulegum tíma. Öskulagafræðin fæst við að ákveða frá hvaða gosi hvert lag er og getur þannig orðið stórkostleg hjálparhella fornfræðinga við ald- ursákvarðanir fómminja. Sigurður Þórarinsson beitti þessari aðferð við bæina í Þjórsárdal og hann hafði einnig hönd í bagga með rannsóknunum á Þórar- insstöðum. Yfir rústunum þar lá þykkt lag af hvít- um vikrif gosösku. Eftir að það öskulag féll, hefur ekki verið búandi á Þóraripsstöðum og mestar líkur eru til, að það hafi einmitt verið orsökin til að bærinn lagðist í eyði. Sigurður Þórarinsson telur, að þetta goslag stafi frá Heklugosi einu miklu árið 1300, því sama, sem grandaði byggðinni í Þjórsárdal að miklu leyti. Þetta verður að telja sennilegt meðan ekki-verða færðar sönnur á annað, enda er svið bæjarins vel í samræmi við það sem við hugsum um íslenzka bóndabæi á Sturlungaöld. Árið 1300 hefur þá staðið meðalstórt, snoturt býli á Þórarinsstöðum. En skyndilega hefst eldgosið, glóandi aska fellur^ eins og kafaldshríð yfir bæinn og umhverfi hans og myndar að lokum þykkt lag- Gróðurinn sviðnar, vikurinn fýkur til og frá, hleðst í skafla upp við húsin og smýgur inn um glufur °B gættir. Þá tekur bóndinn sig til, tínir saman allt lausafé sitt, rífur stórviðina úr bænum og flytur búferlum. Ef til vill hefur hann þá byggt Þórarins- staði þá, sem enn eru í góðu gildi í Hrunamanna- hreppi. En inn frá standa tóftirnar opnar, og það líður ekki á löngu, áður en þær fyllast af vikri, smátt og smátt grafast þær og hverfa með öllu, og nafnið eitt heldur uppi minningunni um hinn gamla bæ. Og þannig líða margar aldir. En að lokum snýst leikurinn við, foklögin, sem grófu rústirnar, tekur nú að blása burt, og einn góðan veðurdag fer aftur að brydda á bænum hans Þórarins. Þá er að grípa tækifærið og rannsaka hann, eins og nú hefur verið gert. Því að eyðingin heldur áfram, veggirnir hrynja, gólfskánirnar leysast sundur og rústirnar afmyndast

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.