Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 23

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 23
SUNNUDAGUR 199 smáþjóðin færeyska, sem stundum hefur ekki verið nema 5000 sálir, hafi unnið dásamlegt kraftaverk með því að varðveita tungu sina jafn vel og raun ber vitni.. .“. Eins og kunnugt er, var Aðalsteinn Sigmundsson mjög kunnugur færeyskum bókmenntum og tungu og þýddi á íslenzku tvær skáldsögur færeyskra höf- unda, „Far, veröld, þinn veg“, eftir Jörgen Franz Jakobsen, og „Feðgar á ferð“, eftir Héðin Brú. * Færeyskar bókmenntir hafa því ekki farið fram hjá íslendingum með öllu, enda væri það skömm, og mætti gegna mikilli furðu, ef svo væri — því að Færeyingar eiga allgóð skáld. íslenzkir bókaritarar og bókaútgefendur geta að sjálfsögðu ýmislegt af þeim lært. Um skáld Færeyinga er hér furðu hljótt. Ljóð þeirra eru ekki þýdd á okkar mál, — því síður lesin á frummálinu, nöfn fæstra þeirra eru þekkt hér, — hvað þá æviatriði þeirra eða verk. Ekki er kunnugt, að Færeyingar hafi skrifað sögur eða ljóð fyrr á öldum eins og íslendingar gerðu. Prestaskóli var í eyjunum allt til siðaskipta og hafa Færeyingar því óefað kunnað ritlist. En á 14. og 15. öld, nokkru eftir að íslendingar ski'áðu sögur sínar, tóku Færeyingar að yrkja langa — og að ýmsu leyti mjög merkilega — ljóðaflokka út af sögunum, og hafa þau kvæði geymzt á vörum þjóðarinnar öld fram af öld, og ekki verið skrifuð, svo vitað sé, fyrr en í lok 18 aldar og á 19. öld, er Hans Hansen, Joh. Klemmensen og Vencelaus Hammershaimb prófast- ur, ásamt fleirum, söfpuðu þeim saman, og að lok- um voru þau uppskrifuð í 18 binda verk upp á 8000 blaðsíður (Corpus Carminum Færoensium) af Svend Grundtvig og J. Bloch. Færeyingar hafa jafnan ort ljóð í stíl við þessi gömlu kvæði, og þá fyrst og fremst Jens Cristian Djurhuus. Helztu erfiðleikarnir við söfnun þessara kvæða voru þeir, að á eyjunum voiu talaðar mismunandi mállýzkur og stafsetning fólksins (ef hún var þá nokkur) var harla ósamræmd. Vencelaus Hammers- haimb tók sér því fyrir hendur að gefa út færeyska málfræði, heilsteypta, eftir því sem kostur var á, og var hún prentuð árið 1854. í ritun er færeyskan, sem kunnugt er, mjög lík íslenzku, en í framburði líkist hún einna helzt ýmsum vest-norskum mállýskum, sömuleiðis hvað orðaforða snertir. Þegar Hammer- haimb tók saman málfræði sína, leitaðist hann við að gera færeyskuna sem líkasta íslenzku og hægt var, og tók jafnan þau orð, sem voru líkari henni, fram yfir bau, sem fremur líktust öðrum málum. Fyrir þetta var hann ekki sem bezt þokkaður meðal þjóðar sinnar fyrst og fremst vegna þess, að ómál- fróður almenningur kunni ekki glögg skil á þeim í’eglum, sem fyrir réttritun hans lágu, en viðleitni hans í þessa átt varð þó til þess, að Færeyingar geta nú þetur notið íslenzkra fornsagna en nokkru sinni fyrr. Aftur á móti er nútíma-íslenzkan erfiðari til lesturs fyrir þá, sökum aukins orðafcrða 1 máíi okk- ar. Eg hef hér fyrir framan mig nýgerða færeyska þýðingu á „Gullna hlið nu“ eftir Davíð Stefánsson. — Er hún gérð af færeyska skáldinu Hansi Dals- garð, scm var send fulltrúi Færeyja hér, og er nú nýfarinn af landi burt. Til þess að lesendur geti Séð hvci-su lítill munur er á íslenzku og færeysku nú til dags, ætla é« oð taka hér upp smákafla úr 4. þætti „Gullna hliðsins". Á íslenzku er hann þannig: Páll: Meðal heiðingía dvaldi ég á iörðinni. Eg íór land úr landi, til að frelsa þá, sem byggia ódyggðunum heima- jörðina, serri er hiartað, og boðaði trúlausum trú. Marga dró ég upp úr leirveltu og endemum syndarinnar og gerði þá að ypparlegustu skepnum guðs. En hver voru launin? Vegna hinna syndugu iarðarmaðka varð ég að þola forakt og pínslir, og loks var ég hálshöggvinn með hinn róm- vérsku öxi. — — Þó að margir léðu orðum mínum eyra, hafa þó fleiri hafnað minum boðskap og hulið sig veik- leika myrkursins í stað þess að íklæðast lióssins her- tygum. Jón: Ef klerkarnir töluðu eins hressilega og þú, þá kafn- aði ekki öll trú í kirkiuhósta. Það þori ég að hengia mig upp á. Þú ert bráðmælskur. Á færeysku myndi þessi kafli vera þannig: Paulus: Millum heiðningar ferðaðist eg á jörðini. Eg fór land úr landi, til at frelsa teir, sum dyi'kaðu ódygð- unum víngarðin, sum cr hjartað, og boðaði trúleysum trúgv. Nógvar dróg e" upp úr dusmi og trældómi syndanna og gjördi teir til yppar'.igar skapningar Guðs. Mcn hvat var lönin? Vegna hina syndugu iarðarorma varð eg noyddur at tola varvirðing og pinslur, fyrin síðan til endan, at verða hálshögdur við hini rómversku öxi.----Tó at mangir opn- aðu oyru síni fyri orðum mínum, hava tó fleiri havna mín boðskap og fialt ccg í veikleika myrkursins istaðin fyri at íklæðast ljósinS herklæði. Jón: Hövdu allir prestar talað so resliga sum tú, so hevði ikke öll trúgv kövdnað í kirkiuhosta. Tað tori eg at heingja meg uppá. Tú er óförur at tala.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.