Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 24

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 24
SUNNUDAGUR 200 Úx því ég ,tók. hér. samanburð á íslenzku og fær- eysku, eins og þau mál eru í ritun, er ekki úr vegi að minnast örfáum orðum á þýðingar af íslenzku á færeysku. Af nútímabókmenntum okkar íslendinga hefur ekki iverið þýtt á færeysku. svo mér sé kunnugt um, (að undanskildu „Gullna hliðinu“) annað en skáld- sagan „Ströndin blá“> eftir Kristmann Guðmundsson. Hana þýddi Símun heit. af Skarði, fyrír eitthvað tíu árum .síðan. . ^tur á mó.ti hafa Færeyingar jafnan lesið forn- sögurnar mjög mikið, og hefur sumum þeirra verið snújð á *færeyskU( t. d. Þorfinns sögu karlsefnis, Fostbræðra sögu (þýð.: Mikkjáll á Ryggi), ýmsir kaflar úr sögum um fund Grænlands og Vmlands o. fl. Sökum þéss, hversu vel Færeyingar skilja íslenzkt bókmál, hefur minna verið þýtt af íslenzku en ef til vill hefði orðið ella. Þó má geta þess, að með auknum jorðaforða síðari tíma íslenzku, hefur Færeyingum (Veitzt örugra ,að lesa íslehzkar bækur en fyrr. Forn- sögurnar skilja þeir miklu betur. Sömuleiðis er al- gengtj • að Færeyingar lesi verk íslenzkra höfunda e£tir að þau hafa ve.rið þýdd á dönsku, því af dönsk- unni hafa Færeyingar haft meira en nóg fram til þessa. í Færeyjum hefur eitt bókmenntafélag starfað um tuttugu ára skeið. Heitir það „Varðin“ og gefur út sgmnefnt tímarit. Tímaritinu er dreift ókeypis með- al félagsmanna, og eina blaðið sem skáldin birta ljóð éða sögur sínar í. Það kemur út átta sinnum á ári. Af síðari tíma skáldum Færeyinga má nefna þessi: Jens Christian Djurhuus, bóndi, orti mikið í anda gömlu þjóðkvæðanna. - tiasmus Effersöe. Hann var af íslenzkum ættum kpminn og eitthvert fyrsta leikritaskáld Færeyinga. Af leikritum hans má nefna „Magnus“, „Best man vera sum er“ og „Gunnhafreki“. Auk þess þýddi hann úr dönsku leikritið „Hjá dalabondum“, eftir Höstrup. Símun av Skarði. Hann yar mikilvirkt ljóðskáld og einna þekktastur Færeyinga hér á landi. Hann samdi m,. a. leikritið „Vár“, sem er eitt helzta leikrit á fær- éysku. Jörgen Franz Jakobsen. Hann var mjög efnilegt Sagnaskáld, samdi m. a. á dönsku skáldsöguna ,;,Barbara“ („Far, veröld, binn veg“). Hann var blaða- maður að atvinnu, en lézt úr berklum fyrir aldur fram. Jens Hendrik Oliver Djurhuus, ljóðskáld, af sum- um talinn eitthvert hið bezta, sem nú er uppi á Norð- urlöndum. Vald hans yfir færeyskri tungu er meira en nokkurs annars skálds fyrr eða síðar. Jens Djur- huus hefur einnig öðrum fremur flutt nýjar stefnur inn í ljóðagerð þjóðar sinnar og fjarlægt hana dans- kvæðunum yfir á nútímasvið. H&ns Andreas Djurhuus er bróðir hins síðast- nefnda og einnig mikið skáld. Hann er mikilvirkast- ur allra færeyskra höfunda, og stundar í senn léik- rita-, sagna- og ljóðagerð. Helztu leikrit hans nefnast „Beinta“, „Marita“ og „Annikka“. Djurhuus-bræðurnir eru synir Jens C. Djurhuus, sem nefndur var hér að framan. Rikard Longf kennari, mjög eftirtektarvert ljóð- skáld. Héöin Brú. Hann er mjög mikilvirkur höfundur, að- allega sagnaskáld, og er íslendingum að nokkru kunn- ur fyrir hina vinsælu skáldsögu sina „Feðgar á ferð“. Héðin Brú er aðeins skáldnafn mhnnsins. Hann heiti'r Hans Jakob Jakobsen og er búnaðarmálaráðunautur í Færeyjum. Christian Matras, málfræðingur, höfundur ljóða- bóka, er nefnast „Heimur og heima“, „Grátt, kátt og hátt“, o. fl. Mikkjal Dánjalsson á Ryggi, sagna-, ljóða- og leik- ritaskáld. Hann er meðal elztu núlifandi skálda í Færeyjum. í ljóðunum lætur honum vel að taka yrk- isefni úr atvinnulífi þjóðar sinnar. Hann'er og sálma- skáld gott. Úr íslenzku hefur hann þýtt Fóstbræðfa sögu. Hann hefur einnig skrifað allgóða Færeyjalýs- ingu, sérprentaða. Regin í Líö, heitir raunverulega Rasmus Rasmus- sen og er lýðskólakennari. Hann hefuf m. a. samið smásagnasafnið „Glámlýsi“ og skáldsöguna „Bábels- tornið“. Fyrir nokkrum árum var leikið hér í út- varpið leikrit hans „Höfðingjar hittast“. Af forn- sögunum hefur hann þýtt á færeysku Þorfinns sögU karlsefnis. Regin í Líð er nú kominn mjög á efri ár. Louis Zachariasen. Helzta verk hans er leikritið „Páll fangi“. Zachariasen er verkfræðingur að mennt- un. William Heinesen hefur aðallega skrifað á dönsku og er nokkuð mikilvirkur. Fyrir mörgum árum var leikið hér í Reykjavík leikrit hans „Ranafelli". Kristin Holm-Isalcsen. Höfundur leikritsins „Ófrið- arligar tíðir“, sem er samið út af .því, er brezkir sjó^- ræn ngjar tóku land í Þórshöfn, þegar Bretar áttu í stríði við Dani um aldamótin 1800. Af öðrum færeyskum skáldum og rithöfundum má t. d. nefna Poul F. Joensen, Hans Dalsgarð, P. M.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.