Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 14
16 15. Pá kom fram svohljóðandi tillaga frá stjórn Rækt- unarfjelagsins: »Fundurinn samþykkir þá ráðstöfun stjórnar- nefndarinnar, að koma upp vermihúsi í Gróðrar- stöð fjelagsins, og miðstöðvarhitunartækjum í íbúðarhúsi fjelagsins — í sambandi við það, og heimilar henni að verja alt að kr. 3000.00 til þessara framkvæmda«. Tillagan samþykt í einu hljóði. 16. Pá lagði laganefnd fram álit sitt, og skýrði form. hennar hin einstöku atriði þess. Nefndarálitið var svohljóðandi: I. »Frumvarp til laga um Búnaðarfjelag Presthóla- hrepps. Eftir að hafa athugað frumvarp þetta, leyfir nefndin sjer að leggja til að fundurinn samþykki frumvarpið, eins og það liggur fyrir. II. Skipuiagsskrá fyrir æfitillagasjóð Ræktunarfjelags Norðurlands. Nefndin leggur til, að skipulags- skráin sje samþykt óbreytt. En telur þó jafnframt rjett að taka fram: Nefndin lítur svo á, að útgáfa ársritsins sje mjög þýðingarmikið atriði í starfsemi fjelagsins og leggur áherslu á að það sje gefið út árlega og að í því birtist ekki minna en 2—3 hvetjandi og fræðandi greinar. Eins og nú standa sakir eru vextir þeir er fjelagið greiðir Æfitillaga- sjóði fremur lágir og ætti það ekki að koma niður á ársritinu. Nefndin telur því æskilegt, til þess að gera ritið sem best úr garði, að nokkru meira fje sje varið til ársritsins en nú er gert á fjár- hagsáætlun. III. Breytingartillögur á lögum Ræktunarfjelags Norð- urlands. Nefndin leggur til að breytingartillögurnar sjeu samþyktar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.