Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 49
51
en nokkur atriði mætti benda á, sem sýna að hjer er
bæði um mikið vatnsmagn og orku að ræða.
Árið 1789, fann sir John Stanley, að Litli-Geysir hjá
Reykjum í Ölvesi, gaus 2313 pottum af vatni á mínútu,
sem svarar til 38 sek.lft.
í Lýsing íslands, eftir Porvald Thoroddsen, II. 1, bls.
222 segir, að þar sem heita vatnið úr Deildartungu-
hver renni í Reykjadalsá, verði hiti árinnar 81°, en Deild-
artunguhver mun einhver vatnsmesti hver landsins.
Vorið 1916 voru harðindi mikil á Norðurlandi; þá veitti
sýslubúfræðingur Baldvin Friðlaugsson, nú bóndi á Hvera-
völlum í Reykjahverfi, hveravatni á engi og þýddi þannig
1—2 m. þykt hjarn af 6 dagslátta svæði. Petta gerði
hann fyrstu dagana í maí. í lok mánaðarins var engið
slegið og fengust af því um 50 hestar af votu grasi,
sem þar höfðu sprottið fyrir tilstyrk heita vatnsins, þrátt
fyrir frost og hríðar. Pað getur tæplega verið nein smá-
ræðisorka, sem kemur slíku til leiðar. (Samanber ársrit
Rf. Nl. 1916 bls. 109-110).
Útbreiðsla jarðhitans á íslandi er mjög mikil. í flestum
sýslum landsins eru fleiri og færri heitar uppsprettur, en
mest brögð eru að þessu á Suður, Suðvestur- og Vest-
urlandi, en varla teljandi á Austurlandi. f sumum sveitum
eru heitar uppsprettur í túninu eða við það, jafnsjálf-
sagður hlutur og bæjarlækir annarstaðar. Til þess að gefa
ofurlitla hugmynd um útbreiðslu jarðhitans, set jeg hjer
stutt yfirlit, sem vegna ófullkominna upplýsinga getur
þó tæplega orðið mjög lærdómsríkt.
Umhverfis Geysir i Haukadal mun meiga telja um 10
stærri hveri og fjölda af smærri augum.
í nágrenni Reykja í Ölvesi, eru 6 stórir og fjöldi
smærri hvera og lauga. Pá eru og margir hverir og laugar
í Laugadalnum í Biskupstungunum og viðar til og frá á
Suðurlandsundirlendinu.
4*