Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 57
Sáðsljettur.
Á yfirstandandi tímum, þegar áhuginn fyrir aukinni
ræktun vex hröðum skrefum og oss er að verða það Ijóst,
að ræktunin er líftaug landbúnaðarins, þá hlýtur spurs-
málið um ræktunaraðferðir að vera meira lifandi heldur
en nokkru sinni áður. Gamla þaksljettuaðferðin er ekki
lengur tímabær, útheimtir of mikla handavinnu og getur
ekki heldur átt við, nema undir sjerstökum skilyrðum.
Sjálfgræðslan getur ekki heldur átt allstaðar við, er ekki
nógu lifandi ræktunaraðferð, gefur of seint arð og er háð
of miklu handahófsvali hvað jurtagróður áhrærir. Áhug-
inn fyrir sáðgræðslu hlýtur því að vaxa með vaxandi
ræktunaráhuga, og þó verður því eigi neitað, að þessi
aðferð hefir, enn sem komið er, slæma annmarka.
Vjer verðum að gera þær kröfur til sáðsljettanna, að
gróður sá, sem vjer sáum til, sje góður til fóðurs og
varanlegur. Með reynslunni höfum vjer lært að útbúa fræ-
blandanir, þó af útlendu fræi sjeu, sem vel má kalla
sæmilegar, gefa gott fóður óg allgóðan afrakstur, en var-
anlegleiki sáðgresisins hefir verið miður góður. Þegar
best hefir látið, hefir einstök tegund af sáðgresinu (há-
liðagrasið) algerlega náð yfirhönd. í flestum tilfellum hefir
ræktunin orðið sambland af sáð- og sjálfgræðslu og oft,
er fram liðu stundir, alger sjálfgræðsla, sáðgresið dáið út.
Margir telja að orsakirnar til þessa liggi í því, að sáð-
jurtirnar séu of viðkvæmar fyrir veðráttu þá, er vjer eig-