Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 44
46
úr steinsteypu, með glerþaki einföldu eða tvöföldu, sem
lagt er á mjög grannar sperrur, þverpóstar eru engir
milli sperranna, en rúðurnar eru látnar skara lítið eitt.
Stundum eru veggirnir líka úr gleri að einhverju leiti.
Pað er þýðingarmikið atriði að gera vermihúsin svo björt,
sem frekast er unt, svo sólarljósið, sem í norðlægum
löndum er af mjög skornum skamti á vetrum, geti not-
ast sem best. Jurtirnar, sem ræktaðar eru í vermihús-
unum, eru ýmist ræktaðar í beðum á gólfum húsanna
eða í pottum og kössum á hillum eða bekkjum.
Upphitun húsanna getur verið með þrennu móti:
1) Við gerð í loftmiklum áburði, eins og tíðkast í
vermireitum. Pessi aðferð er kostnaðarsöm og óhentug
og er nú mjög lítið notuð.
2) Við gufu, sem leidd er frá gufukatli eftir rörum um
húsin. Þessi aðferð er nokkuð notuð, húsin hitna fljótt
en hitinn nærri rörunum getur orðið óþægilega mikill.
3) Við heitt vatn, sem leitt er eftir rörum um húsið
frá sjerstökum katli eða miðstöð. Þessi aðferð er algeng-
ust og vafalaust best. Hiti húsanna fer eftir hvaða jurtir
á að rækta í þeim og á hvaða þroskastigi þær standa,
og má eftir honum flokka þau í þrent: 1) Heit hús. Vetr-
arhitinn um 20° C. 2) Tempruð hús. Vetrarhitinn 10° C.
3) Köld hús. Vetrarhitinn um 5° C. Upphitun húsanna
er venjulega hagað þannig, að hægt sje að auka bæði
jarðhita og lofthita eftir vild.
Jafnhliða vermihúsunum, eru notaðir mjög mikið meira
eða minna heitir reitir, hitaðir á sama hátt og vermihúsin.
Hliðar reitanna, eru aðeins lágir karmar úr trje eða steini
og yfir þá skýlt með lausum gluggum. Reitir þessir eru
miklu ódýrari heldur en vermihúsin, en óþægiiegri í
notkun og verða varla notaðir að vetrinum hjer hjá oss.
Tilgangur vermihúsa er sá, að framleiða jurtir, annað-
hvort til fæðu eða skrauts, þar sem þær eigi geta vaxið