Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 37
39
6. Fjárhagurinn og framtíðar-
starfsemin.
Fjárhagur fjelagsins er nú smásaman að rýmka. Að
vísu standa skuldir fjelagsins við sjóði sína óhreyfðar, en
skuldir fjelagsins út á við eru óðum að hverfa úr sögunni,
og ættu ef sæmilega gengur að borgast á 2 árum. Fjár-
söfnun sú, sem fram hefir farið á fjelagssvæðum, verður
þó að teljast að nokkuru leyti mishepnuð og mun varla
gera betur en borga tilkostnað, en í sambandi við hana,
hefir farið fram fyrirlestrastarfsemi og fundarhöld með
umræðum um fjelagsmál, og hefir þetta vonandi borið
nokkurn árangur.
Fjelagið hefir nú í hyggju að fara þess á leit við Ak-
ureyrarbæ, að fá nokkuð af óræktuðu landi á erfðafestu,
í viðbót við það land, sem það nú héfir yfir að ráða.
Er tilgangurinn með þessu sá, að fá land til nýyrkjutil-
rauna og til þess að auka kúabúið. Pá þarf og í náinni
framtíð að gera ýmsar umbætur á húsum, girðingum og
verkfærum fjelagsins. Viðhald á þessum eignum hefir
verið mjög vanrækt á kreppuárunum, en þegar fje það
losnar, sem ákveðið er til greiðslu á skuldum og rentum,
opnast nýir möguleikar til framkvæmda á ýmsum sviðum.
Pað virðist nú aðeins vera um nokkur ár að ræða, þar
til fjelagið getur aftur starfað með fullum krafti.
Akureyri Vn 1926.
Ólafur Jónsson.