Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 65
Garðyrkjukensla.
Á búnaðarþingi, árið 1901, er tekin ákvörðun um það
að koma á fót kenslu í garðyrkju við Oróðrarstöðina í
Rvík, undir umsjón þáverandi forstjóra stöðvarinnar og
ráðunauts Búnaðarfjelags íslands, hr. garðyrkjustjóra Ein-
ars Helgasonar. Kensla þessi hefst vorið 1922 og stóð
yfir í ó vikna tíma. Nemendur voru 7, og síðan hefir
kensla þessi verið framkvæmd við Oróðrarstöðina í Reykja-
vík rneð svipuðu fyrirkomulagi, og hefir nemendatalan
oftast nær verið frá 7—10.
Árið 1903 er Ræktunarfjelag Norðurlands stofnað og
strax næsta ár hefir það verklega kenslu, sem fyrst fram-
an af mun aðallega hafa fjallað um almenna jarðyrkju,
meðan land það, sem Ræktunarfjelagið hafði til umráða
var óræktað. En er fram líða stundir, færist þetta verk-
lega nám í það horf að mega teljast aðallega garðyrkju-
nám og frá 1915 mun það mega teljast að mestu hreint
garðyrkjunámskeið, enda eru þá flestir nemendurnir stúlk-
ur. Námskeiðið stóð yfir um 6 vikna tíma að vorinu og
var oft fjölsótt, nemendatala oft um 20.
Árið 1917 verður dálítil breyting á þessari starfsemi.
Fyrir tilstilli Sambands Norðlenskra Kvenna er þremur
stúlkum gefinn kostur á að stunda verklegt nám sumar-
langt i Oróðrarstöð Ræktunarfjelagsins það ár og síðan
5*