Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 60
62
annað árið bygg og þriðja árið gulrófur. Fræinu
síðan sáð fjórða árið.
Undirbúningurinn er hafinn á mismunandi tímum þann-
'g» að grasfræinu er sáð í alla liðina samtímis og hafrar
þá notaðir sem skjólsáð.
Það ár (1913), varð uppskeran þannig í 100 kg. pr. ha.
1 sláttur 2 sláttur als hlutföll
a. Sáning eftir herfingu 31,8 11,8 43,6 100
b. - — plægingu 90,4 2,6 93,0 213
c. — — 1 árs ræktun 61,0 7,4 68,4 157
d. — — 2ára — 62,2 15,4 77,6 178
e. - 3 - - 68,2 25,0 93,2 214
Ef vjer nú athugum þessar tölur, þá sjáum vjer í
herfingin ein hefir verið algerlega ófullnægjandi, hvorki
gefið höfrunum eða grasfræinu nægilega gott sáðbeð.
Plæging og herfing hefir að vísu gefið góða uppskeru,
en það eru aðallega hafrarnir, sem vaxa sjerlega vel í
nýbyltum jarðvegi, er valda því. Petta sjest greinilega á
því, hve lítill uppslátturinn verður. 1 skýrslunni segir, að
uppskeran af höfrunum hafi farið minkandi, eftir því sem
undirbúningsræktunin hafði varað iengur, eins og við
var að búast, en af sama skapi hafi uppskeran af gras-
fræinu aukist, eins og uppslátturinn sýnir greinilega.
Samanburði þessara fimm liða var síðan haldið áfram
í 9 ár (1914 — 22) og var hlutfallið milli þeirra mjög líkt
frá ári til árs, en meðaltal af þessum 9 árum sjest af
eftirfylgjandi töflu.
Meðaltal af 9 ára uppskeru i 100 kg. pr. ha.
a. Sáning eftir hérfingu Hey. 50,3 Hlutföll. 100
b. - - plægingu 66,3 132
c. — — 1 árs ræktun 68,2 136
d. - — 2 ára ræktun 83,4 166
e. — — 3 ára ræktun 91,9 183