Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Blaðsíða 36
38
örðugur, hefir á þessu ári verið ráðist í talsverðan til-
kostnað Fyrst og fremst hefir rafurmagn til Ijósa verið
leitt inn í íbúðarhús fjelagsins, en það hefir verið ráðgert
í fleiri ár. Kostnaður af þessu hefir numið um kr. 1000.00.
Pá hefir einnig verið sett miðstöð í íbúðarhúsið og
eru með henni hituð upp 6 herbergi í húsinu. Er að
þessu hin mesta híbýlabót, bæði hvað þægindi og viðhaid
hússins áhrærir. F*ó hefði varla verið lagt í þann kostnað,
sem þessi umbót hafði í för með sjer, ef ekki hefði legið
annað til grundvallar. Nú síðustu árin er byrjað að reka
vermihús í nágrenni Reykjavíkur með mjög góðum á-
rangri. Telur Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur, að
með vermihúsunum sjeu skapaðir möguleikar fyrir sjálf-
stæða garðyrkju hjer á landi. Stjórn Ræktunarfjelagsins
leit svo á, að fjelaginu bæri að hafa forustu í þessu máli
hjer norðanlands og gera fyrstu tilraunina með vermihús,
og var ákveðið að byggja vermihús í sambandi við mið-
stöðina í íbúðarhúsinu.
Nú ervermihúsið bygt, 5 — 6 m. vestan við íbúðarhúsið.
Stærð þess er 5,80 x 3,14 m., að utanmáli, veggirnir 1
m. á hæð, bygðir úr tvöföldum r steini og stoppaðir
með mómold. Þak og stafnar eru úr tvöföldu gleri og er
ytra lagið fast, en innra lagið laust í falsi, svo hægt er
að taka það burtu og hafa glerið aðeins einfalt. Húsið
er hitað upp með 14 m. löngum riflurörum, sem standa
í sambandi við sjerstaka leiðslu frá miðstöðinni í ibúðar-
húsinu. Oert er ráð fyrir að ræktað verði í húsi þessu
blóm að vetrinum, aldar upp plöntur að vorinu og rækt-
aðir tómatar eða aðrar jurtir, sem helst þurfa að vaxa
undir gleri, að sumrinu. Miðstöðin og vermihúsið munu
hafa kostað um 3300.00 kr.