Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 4
6 fram kjörbréf, en þar sem kjörbréfanefnd var kunnugt um að þeir voru formenn í félögum sínum, lagði hún til að þeim væri leyft að sitja fundinn sem fulltrúum og var það samþykt. 2. Grímur Friðriksson lét þess getið, að í Ljósa- vatnshreppi væru 20—30 æfifélagar og gerði þá fyrir- spurn til fundarins, hvort ekki væri leyfilegt að fulltrúi fyrir þá mætti sitja fundinn, án þess að þeir hefðu myndað sérstaka æfifélagadeild. Um þetta urðu tölu- verðar umræður og að lokum samþ. svohljóðandi rök- studd dagskrá: »f því trausti að fulltrúarnir hvetji æfifélaga Rf. Nl. út um sveitirnar, til að mynda æfifélagadeildir, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá. Samþykt með öllum greiddum atkvæðum. 3. Framlagðir og lesnir upp reikningar félagsins fyrir árið 1927. Báru þeir með sér að reksturságóði á árinu hafði verið kr. 8725,59. Einnig voru framlagðar athugasemdir endurskoðenda, svör reikningshaldara og tillögur til úrskurðar. Til þess að athuga reikningana var kosin þriggja manna nefnd. Þessir hlutu kosningu: Bjarni Jónsson, bankastjóri. Jón Marteinsson. Sigurður Jónsson. 4. Lögð fram fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 1929. Formaður, Sig. Ein. Hlíðar, las upp áætlunina og skýrði hina ýmsu liði hennar. Var samkvæmt venju kosin fimm manna nefnd til þess að athuga f járhags- áætlunina nánar. Kosningu hlutu: Jón Gauti Jónsson. Kristj. Benjamínsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.