Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 14
16
Ágóði hafði orðið kr. 5817.97. Eignir voru 116,271,86
kr. Skuldir kr. 46457,71. Skuldlaus eign kr. 69814,15.
Þar sem endurskoðendur höfðu ekki gert verulegar
athugasemdir við reikningana, eins og áður er getið,
óskaði fundurinn eftir að engin nefnd væri skipuð til
að athuga reikningana, voru þeir því þegar bornir und-
ir fundinn, og samþyktir í einu hljóði.
3. Lögð fram og lesin upp fjárhagsáætlun félagsins
fyrir árið 1930. Samþykt að kjósa fimm manna nefnd
til að athuga fjárhagsáætlunina.
Kosningu hlutu:
Benedikt Kristjánsson, Þverá.
Helgi Sigtryggsson, Hallbjarnarstöðum.
Guðmundur Skarphéðinsson, Siglufirði.
Ragnar Davíðsson, Kroppi.
Jón Jónatansson, Akureyri.
4. Tekið til umræðu samband sýslusambandanna við
Ræktunarfélagið. Lagði formaður fram tillögur stjórn-
arinnar um það. Var samþykt að skipa fimm manna
nefnd til að athuga málið og koma fram með tillögur
til að leggja fyrir fundinn.
í nefndina voru skipaðir:
ólafur Jónsson.
Baldvin Friðlaugsson.
Benedikt Kristjánsson.
Jón Gíslason.
Guðni Þorsteinsson.
Þegar hér var komið fundi, mættu þessir fulltrúar
og tóku sæti á fundinum.
Úr Suður-Þingeyjarsýslu:
Búnfél. Grímur Friðriksson, Rauðá.
Búnfél. Hjalti Illugason, Húsavík.