Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 19

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 19
21 d) Að þau smærri sambönd, sem styrks njóta frá Ræktunarfélaginu, séu skyld að senda stjórn Ræktun- arfélagsins fyrir 1. maí ár hvert: Rökstudda fjárhags- áætlun, endurskoðaða og samþykta reikninga fyrir síð- astliðið ár og nákvæma skýrslu um starfsemi sína á síðasta ári. e) Að viðskifti Ræktunarfélagsins og búnaðarfélaga hinna smærri sambanda, gangi að svo miklu leyti, sem við verður komið, gegnum stjórnir sambandanna, svo sem: pantanir á útsæði, fræi o. fl. Ennfremur sé sambandsstjórnum skylt að taka á móti og annast um flutning og útbreiðslu allra þeirra tilkynninga og málefna, er Ræktunarfélagið kann að vilja senda út til þeirra búnaðarfélaga, er í þessum samböndum eru. Baldvin Friðlaugsson hafði framsögu í málinu fyrir hönd nefndar þeirrar er skipuð var í málið og lagði fram svohljóðandi álit: »Nefnd sú er kosin var á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands til þess að athuga afstöðu hinna smærri sambandá gagnvart Ræktunarfélaginu, leggur til: 1. Að fundurinn samþykki tillögur stjórnarinnar að öðru leyti en því, að stafliður a) orðist þannig: Að hvert samband aðstoði Ræktunarfélag Norðurlands með innheimtu á árgjöldum þeirra búnaðarfélaga er sambandið mynda. 2. Viðvíkjandi tillögu frá búnaðarþingi um kosningu fulltrúa á búnaðarþing, leggur nefndin til að eftirfylgj- andi tillaga sé samþykt: Fundurinn lítur svo á að það fáist ekki rétt sam- ræmi á kosningu fulltrúa á búnaðarþing sé fulltrúatala á sambandsfundi miðuð við tölu búnaðarfélaga, þar sem búnaðarfélögin hafa mjög misjafna tölu meðlima. Fulltrúakosning á sambandsfundi ætti því að miðast

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.