Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 32
34
urinn ekki mikill og sama er að segja um ammoniaks-
tegundirnar, sem jafnvel í einstökum árum skara fram
úr saltpétrinum. Eg hefi einstöku sinnum heyrt því
haldið fram, að þýskur kalksaltpétur væri lakari en sá
norski. Slíkt álit mun venjulegast vera bygt á fölskum
forsendum, borin saman tvö ár með ólíku árferði, eða
þýski saltpéturinn borinn á land, þar sem kali og fós-
fórsýra er að þrotum komin vegna fleiri ára einhliða
saltpétursnotkunar.
c. Swmanburbur á 3 köfnunarefnisáburðartegundum.
Tegundir þær, sem bornar eru saman í þessari til-
raun eru: þýskur kalksaltpétur, brennisteinssúrt am-
moniak og kalkammoniaksaltpétur. Tilraunin er ný og
verður ekki skýrt frá henni frekar hér.
2. Samanburður á undirburði, yfirbreiðslu með
venjulegri ávinslu og yfirbreiðslu með sterkri ávinslu á
1. ári.
Liður 1 í tilraun þessari er plægður upp vorið 1925
og 3ja ára áburðarmagn borið undir strengina, sem
síðan er velt aftur í samt lag, 1 árs áburðarmagni er
síðan deilt á þennan lið til yfirbreiðslu í 4 ár. Liðir 2
og 3 fá aftur á móti venjulega og jafna breiðslu ár
hvert, en meðan ávinslan á lið 2 er framkvæmd öll ár-
in með venjulegum gaddavírsslóða, þá er ávinslan á lið
3 vorið 1925 framkvæmd með gaddaherfi (Mosaherfi)
og slóða, svo grassvörðurinn er allur rispaður. Vorið
1928 hafa allir liðirnir fengið jafnmikinn áburð og fá
þeir svo jafna breiðslu af tilbúnum áburði úr því.