Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 39
41 Það sem sérstaklega er eftirtektarvert við tölur þessar, er hve töðufengurinn hefir vaxið ört síðustu árin. Að nokkuru leiti liggur þetta í aukningu ræktaðs lands. Vorið 1926 bætast við 4 dagsl. af gömlu túni og síðastl. vor bætist við ný sáðslétta um 3,6 dagsl. að stærð, sem gaf af sér í sumar um 35 hesta. Það er fljót- séð, að töðuaukningin verður eigi skýrð nema að litlu leiti á þennan hátt. Aftur á móti er það aukin notkun tilbúins áburðar og bætt áburðarhirðing og á eg þar sérstaklega við sérgeymslu þvagsins, sem á aðalþáttinn í því, hve túnin gefa mikið meiri afrakstur nú heldur en fyrir nokkrum árum síðan. Útengjaheyskap Ræktunarfélagsins er lokið. Leiga af Staðareyjunni og útsvar nam kr. 350 á ári. Þessari upphæð var síðastliðið vor varið til að auka notkun til- búins áburðar á túnum félagsins og árangurinn varð rúmir 200 hestar af töðu. Læt eg svo lesendur ársrits- ins um að reikna dæmið til enda. Það skal tekið fram, að töðufengurinn er ekki veginn heldur áætlaður öll árin, en reynsla undanfarinna ára hefur verið sú, að áætlaður hestur að sumrinu vegur 100 kg. út úr hlöðu að vetrinum. III. Fræðslustarfsemin. a. Verklegt garðyrkjunám. Á vornámskeiði 1928 voru: Björg Jónsdóttir, ölvaldsstöðum, Mýrasýslu. Elín Stefánsdóttir, Varðgjá, Eyjafjarðarsýslu. Guðrún Guðlaugsdóttir, Drangsnesi, Strandasýslu. Laufey Böðvarsdóttir, Laugavatni, Árnessýslu. Orný Guðmundsdóttir, Hóli, N.-Þingeyjarsýslu. Sigrún Þorgrímsdóttir, Garði, Mývatnssveit, S.-Þing.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.