Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 42
44
fræsáning svo vel, að af þessu landi fengust í sumar
um 10 hestar af dagsláttu. Þá voru haustið 1928 brotn-
ar 2 dagsláttur að nýju til og verður gengið frá því
landi að fullu næsta vor. í haust voru svo brotnar að
nýju 3 dagsláttur.
V. Fjárhagurinn og framtíðarstarfsemin.
Fjárhagur félagsins rýmkast jafnt og þétt. Að vísu
hafa skuldir félagsins aukist nokkuð 1928 vegna lán-
töku úr Ræktunarsjóði til fjós- og hlöðubyggingarinn-
ar á Galtalæk. Lán þetta verður um kr. 5000.00 nú við
áramót og eina skuld félagsins út á við er nokkru
nemur.
Með bættum fjárhag eykst starfsemi félagsins og
þannig hefur félagið nú á yfirstandandi ári séð sér
fært að veita talsvert fé til starfsemi sambanda og
búnaðarfélaga á félagssvæðinu. Nú er í ráði að auka
tilraunastarfsemi félagsins til muna á næsta ári, því
mörg mikilsverð spursmál bíða óleyst á því sviði og
það er sú starfsemi félagsins, sem vafalaust að lokum
ber mestan og blessunarríkastan árangur, ef félagið
fær að njóta sín við hana.
Síðastliðið sumar var, að tilhlutun Búnaðarfélags ís-
lands, fenginn hingað til landsins norskur kennari, A.
Lieng að nafni, til að rannsaka möguleika hér og gera
tilrauir með byggingar úr samanþjöppuðum jarðefn-
um (leirsteypu). Fyrir milligöngu Ræktunarfélagsins
var ein slík tilraun gerð hér í nágrenni Akureyrar og
tók félagið þátt í kostnaði við hana. Tilraun þessi hepn-
aðist vel þrátt fyrir mjög óhagstætt tíðarfar og ýmsa
aðra erfiðleika.
Nú væri óforsvaranlegt að gera ekkert frekara fyrir