Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 44
Garðyrkjuskýrsla 1928. Trjárækt. Veturinn hafði verið mildur, og svo voraði óvanalega snemma, eftir því sem við eigum að venjast. Var því hægt að búast við, að trjágróðurinn stæði sig vel og það gerði hann líka að sumu leyti. En það verða altaf svo ótrúlega mikil afföll á unga trjágróðr- inum. Toppkal var ekki sjáanlegt á stærri trjám og 28. apríl var að byrja að springa út lauf bæði á trjám og runnum. Stærri gróðurinn bar því merki þess að hafa fengið góðan vetur. En þó útlit væri gott með stærri gróðurinn, hafði margt orðið ungplöntunum að fjörtjóni. Rauðgreni (Picea excelsa) t. d. spíraði svo vel um sumarið að litlu plönturnar þöktu alveg yfir beðið, svo það var til að sjá sem fínt teppi. Vatn hafði farið yfir þetta beð, borið með sér sand og leir, sem lagðist svo þétt yfir litlu plönturnar að þær köfnuðu allar. Einnig dó nokkuð af Hvítgreni (Picea alba) og Lævirkja (La- rix Siberica), en þær tvær síðartöldu tegundir spíruðu ekki eins vel og rauðgrenið. Aftur stóð Reynir, Bauna- tré, Geitblöðungur o. fl. lauftrjátegundir sig nokkuð vel í fræbeðunum. í vor var aftur sáð ýmsu trjá- og runnafræi, og spír- aði það nokkuð misjafnt, en ekkert sérstaklega vel og

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.