Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 45
47
heldur seint. Og voru því plönturnar heldur smáar og
veikar, og ekki vel undirbúnar að mæta misjöfnum
vetri.
Nokkuð af trjá- og runnaplöntum var tekið upp.
Minstu plönturnar til að gróðursetjast í græðibeð hér í
stöðinni, en stærri plöntur til að seljast burtu, bæði hér
í nágrennið, og víðsvegar út um land.
Græðlingar voru settir niður af ýmsum runnum með
mesta móti. Það gekk dálítið misjafnlega með þá og
þeir, sem komu til, voru nokkuð seinir á sér og hafa
líklega kuldarnir í júní og svo þurkarnir í sumar átt
nokkurn þátt í því, hvað þessir græðlingar áttu erfitt
uppdráttar.
í maílok stóðu tré og runnar allaufgaðir. Heggurinn
þéttsettur sínum hvítu og fallegu blómum, Lonicera
coralea farin að fella sín blóm. öll tré og runnar oi'ðin
vel laufguð, og blómstruðu í júní, þó stundum blési
kalt.
Berjarunnar blómstruðu vel, og báru allmikið af
góðum og vel þroskuðum berjum, sem spruttu bara
heldur seint.
Jarðarber voru þroskuð um miðjan ágúst, en Hind-
ber og Ribs ekki fyr en í september.
Taflan, sem fylgir, sýnir ársvöxt á nokkrum trjám
og runnum.
\