Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Qupperneq 47
49
Plöntunum fór vel fram í vermihúsinu og var surriu
af þeim plantað þar um í kassa, en nokkru aftur út í
sólreit. Eftir 20. maí voru þessar plöntur orðnar fær-
ar um að plantast út í garðinn, og náðu flestar af þeim
fullkomnum þroska.
Fjöræra blómafræinu var sáð fyrri partinn í maí,
plantað um í sólreit og út í garðin seinustu dagana í
ágúst.
Einæru blómin, sem sáð var til úti urp miðjan maí,
náðu því ekki nærri öll að blómstra.
Af fjölærum blómjurtum hér í Stöðinni dó mjög lítið
í vetur, þær stóðu mikið vel, byrjuðu að blómstra fyrst
í maí og altaf stóð eitthvað af þeim í blóma þangað til
frost og snjór kom.
Ef við viljum hafa gleði af blómunum okkar verðum
við að sýna þeim nákvæmni. Það má ekki taka plöntur
alt í einu frá hlýum reit eða húsi og planta þeim út í
garðinn. Það er mjög áríðandi að venja plönturnar vel
við útiloftið, áður en þeim er plantað út, annars geta
viðbrygðin orðið svö mikil, að hætt er við að plantan
nái aldrei fullum þroska og beri lítil, eða jafnvel aldrei
blóm.
Sérstaklega eru það einæru blómin, sem geta verið
svo yndislega falleg ef þau ná að þroskast, en þeirra
lífstíð er svo stutt, bara eitt sumar. Er því um að gera
að sá svo snemma til þessara blóma sem föng eru á
(helst í mars eða byrjun apríl) svo hægt sé að hafa
tíman fyrir sér, að fá plönturnar sem þroskamestar
og færastar til að þola misjafna veðráttu þegar út
kemur.
Aftur eru það nokkrar tegundir af sumarblómum,
sem ná fullum þroska þó þeim sé sáð úti, en þeim
verður að velja svo hlýjan og sólríkin stað, sem hægt
4