Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 49

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 49
Garðyrkjuskýrsla 1929 Það var ekkert gleði efni að líta hér yfir Stöðina 30. apríl í vor, það var svo margt sem minti frekar á að haustið væri í aðsigi, en vorið ekki að koma. Alt var stíffrosið, tré og runnar stóðu hnípin með nábleik blöðin sín. Veturinn hafði verið góður, já svo framúrskarandi góður, að menn muna ekki eftir Öðrum eins. Tré og runnar hér í Stöðinni höfðu því aldrei lifað jafnhlýjan vetur. Þegar hver dagurinn var öðrum hlýrri og betri í marsbyrjun, er ekki að furða, þó runn- arnir létu það ekki bíða að fara í sumarfötin sín. Þeir fóru fyrst hægt af stað, en héldu svo áfram, að í apríl- byrjun voru margir þeirra allaufgaðir og sumir farnir að búa sig til að blómstra. Trén komu á eftir þó hægra færu, t. d. var Larix Si- berica algi’ænn fyrir miðjan apríl. Lauftrén voru dálítið farin að springa út, þó skemmra væru þau á veg komin. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar 17. apríl kom með frost og hríð og hver kuldadagurinn tók við af öðrum. Trjárækt. Það hefði verið æskilegast að mega sleppa því að skrifa nokkuð um trjágróðurinn í ár. Það er svo lítið nýtt eða skemtilegt um hann að segja. 4

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.