Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 53
55 var það nokkuð seinna en undanfarin vor. Það var kuldatíð fyrst eftir að plantað var út svo plöntunum fór lítið fram fyrst í stað. Blómkálið setti höfuð 6. ágúst, þétt og góð en ekki mjög stór, þó vigtuðu sum þeirra 1 kg. Hvítkálið þroskaði mikið af stórum og góðum haus- um eftir miðjan ágúst. Þau jafnstærstu og bestu höf- uð, sem við höfum fengið, þyngsta höfuðið 4 kg. Rauðkál þroskaðist fremur illa. Gulrótum var sáð 3. maí, og hafa þær gefið sæmi- lega góða uppskeru. Rauðrófur urðu nokkuð stórar, en þeim er altaf hætt við að fara í njóla. Næpur, radísur, spínat, salat, persille, grænkál o. fl. var öllu sáð út fyrir og um miðjan maí, og spratt alt vel. Tómatar voru ræktaðir í vermihúsinu, sáð til þeirra í mars og fyrstu tómatarnir þroskaðir 29. júlí. Rabarbarinn spratt ágætlega, byrjað að taka ieggi af honum 1. júní. Reynslan sýnir, að það er ekki eins erfitt að rækta hér kál og margir hafa álitið. Það er því sárt til þess að vita, hvað lítið er að því gert út um sveitir landsins. Það mundi borga sig að stækka svolítið kartöflu- eða rófugarðinn, svo hægt væri að fá rúm fyrir kál, og aðrar sjaldgæfari matjurtir. Það þarf ekki að vera kál í mörgum beðum til þess að það sé búbætir fyrir eitt heimili. Að eg ekki tala um radisur, maínæpur, gulrætur, salat og spinat, sem alt getur staðið svo þétt, og þó gefið góða uppskeru og dæmalaust auðvelt að rækta. Minnist þess að grænmetið er holl fæða, og ef börnin venjast á það í æsku, vilja þau varla vera án þess,síð- ar meir, ./ó»w M. Jónsdóttir.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.