Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Qupperneq 54
Áburðarþörf
íslenskrar jarðræktar.
I' 3. hefti af »Nordisk Jordbrugsforskning« 1919,
skrifar John Sebelien, professor við búnaðarháskólann
í Ási í Noregi, ritgerð með yfirskriftinni: »Om Kunst-
gödningsbehovet i de nordiske lande« (um þörf tilbú-
ins áburðar á Norðurlöndum). í ritgerð þessari reikn-
ar prófessorinn út, hve mikið af jurtanærandi efnum,
köfnunarefni, fosfórsýru og kalí, flytjist burtu með
uppskerunni í Danmörku, Svíþjóð og Noregi ár hvert,
og hve mikið jarðvegurinn fái aftur af þessum efnum
í ýmiskonar áburði. Kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að jafnvægið sé ekki sem best í þessum efnum, að í öll-
um löndunum sé rekin rányrkja, þ. e. gengið á forða
jarðvegsins af jurtanærandi efnum og afleiðingin
hljóti að verða þverrandi uppskera, miðað við flatar-
einingu; sé þetta sérstaklega óheppilegt, þar sem þörf-
in fyrir að auka uppskerumagnið af hverri flatarein-
ingu sé aðkallandi. Ennfremur kemst prófessorinn að
þeirri niðurstöðu, að öll löndin séu orðin mjög háð
framleiðslu tilbúins áburðar, en meðan Noregur ög
Svíþjóð hafi talsverðan innlendan áburðariðnað og
standi tiltölulega vel að vígi með að auka hann, þá sé
ástandið alvarlegra hvað Danmörku áhrærir, sem aðal-