Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 56
58
Á sama tíma nemur tún- og garðauki samkvæmt
jarðabótaskýrslunum: Túnauki ha. Garðauki ha.
1923 114.6 6.0
1924 252.8 7.8
1925 398.6 11.1
1926 543.6 13.5
Samtals 1923—26 1309.6 38.4
Samkvæmt skýrslum um ræktað land og jarðargróða
er túnaukinn, frá 1923—26, aðeins 105 ha. og garðauk-
inn 0.8 ha., á sama tíma er vöxturinn samkvæmt jarða-
bótaskýrslunum 1309.6 og 38.4 ha. Það mun því óhætt
að fullyrða, að stærð hins ræktaða lands er talsvert
meiri, heldur en skýrsla um ræktað land og jarðar-
gróða segir hana. Hve mikil nýræktin hefur verið síð-
an 1926 er ekki hægt að segja með vissu, en sennilega
er hún ekki undir 1700 ha. og mun því óhætt að telja
stærð túnanna nú um 26000 ha. Stærð garðanna skift-
ir minna máli, og líkindi eru til, að hún geti verið tals-
vert breytileg frá ári til árs, eg vil þó áætla hana hér
ca. 550 ha. Hvað uppskerutölur Búnaðarskýrslanna á-
hrærir, þá munu þær yfirleitt of lágar. Bæði mun
vanta nokkuð á, að uppskeran sé reglulega talin fram
af öilu landinu og svo mun varla nokkur bóndi telja
töðufeng sinn í 80 kg. hestum. Framtalið mun, í flest-
um tilfellum, frekar gert með tilliti til ásetnings heldur
en til hagskýrslna og má því ganga út frá, að framtal-
inn töðuhestur sé ekki undir 100 kg. að þyngd, senni-
lega frekar yfir. Þegar svo tekið er tillit til aukinnar
ræktunar frá 1926 og einnig þess, að hafrahey er eigi
talið í Búnaðarskýrslunum, þá vil eg áætla að töðuupp-
skeran sé um 1 milljón hestar á 100 kg.