Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Blaðsíða 60
62
an hátt við notkunina. Eftir dönskum tilraunum að
dæma, er verðmæti köfnunarefnisins í húsdýraáburði
aðeins um 50-—60%, af verðmæti sama efnis í salt-
pétri, fósfórsýran sýnist aftur á móti lítið verðminni
heldur en í superfosfati, en kalíið um 20% verðminna
heldur en í venjulegum kaliáburði. Það mun því óhætt
að draga um 50% frá köfnunarefninu, 10% frá fós-
fórsýrunni og um 20% frá kalíinu, eftir verður þá:
Fullgild jurtanær. í tonnum 1098.8 köfn. 625.5 fosf. 1677.1 kali
Jurtanær. efni í uppsk. í t. 1713.0 köfn. 505.7 fosf. 1625.9 kali
Mismunur -)- -4- -^614.2 köfn.+119.8 fosf. +51.2 kali
Það hefur áður verið tekið fram, að útreikningar
þessir geti ekki orðið nákvæmir, og sérstaklega gildir
þetta þegar um áburðarframleiðsluna er að ræða. Til
frekari tryggingar vil eg því framkvæma þann hluta
útreikningsins á þann hátt, að leggja frjóefnaforða
fóðursins til grundvallar fyrir frjóefnaforða áburðar-
ins. Meginhluta þeirra jurtanærandi efna, er í fóðrinu
finnast, skila húsdýrin aftur í áburðinum, þó hlýtur
nokkuð að tapast í afurðum, sérstaklega af köfnunar-
efninu (mjólk, ull 0. fl.) og við útigang búfjárins. Hve
miklu þetta tap nemi fyrir heildina verður að vera á-
giskun.
Útheysfengurinn hefir verið, samkvæmt Búnaðar-
skýrslunum 1923-—26, rúmlega 1.3 mill. hesta (60 kg.)
að meðaltali á ári. Eg tel það vafalaust, að meðalþyngd
útheyshestsins sé of lág á hagskýrslunum og reikna
hana því hér á 75 kg. útheysuppskeran öll verður þá
um 97500 tonn. Frjóefnamagn útheysins er vafalaust
mjög misjafnt, en eg geri það 1.1% köfnunarefni;
0.3% fósfórsýru og 1.1% kali. Niðurstaðan verður þá
þannig: