Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 63
65
Næst er þá að athuga hvaða möguleika vér höfum til
að auka áburðarmagnið.
1. Sauöataðið. Það er áður tekið fram, að ennþá muni
allmiklum hluta sauðataðsins brent. Á einstaka stað
getur verið svo örðugt að afla annars eldsneytis, að
þetta er réttmætt, en þar sem flutningsmöguleikar eru
sæmilegir, er vafalaust hagkvæmara að kaupa kol til
eldsneytis, en nota sauðataðið til jarðyrkjunnar. Að
þessu hafa oft verið færð góð rök, svo eg get slept því
að gera það hér.
2. Hagkvæmari nýting, geymsla og notkvn húsdýra-
áburðar.
Eg get verið fáorður um þessi atriði, því um þau
hefur mikið verið skrifað og auk þess, sem aðrir hafa
um þetta ritað, þá hef eg rakið þetta mál allítarlega í
Ársritinu 1927, í grein er eg nefni »Um hirðing og not-
kun húsdýraáburðar« og get því vísað til þess, er þar
er sagt. Þó vil eg sérstaklega undirstrika, að stærsta
sporið, er vér getum stigið í þessum efnum, er að að-
skilja þvag og mykju og geyma þvagið vandlega í lag-
ar- og loftþéttum gryfjum. Köfnunarefni þvagsins er
svo auðleyst, að notagildi þess nálgast vafalaust mjög
mikið notagildi köfnunarefnisins í tilbúnum áburði, en
með þeim geymslu- og notkunaraðferðum, sem nú eru
algengastar á húsdýraáburði, má fullyrða, að megin-
hluti þessa auðleysta efnis fari forgörðum. í ársþvagi
nautgripa og hrossa í landinu munu vera um 700 tonn
af köfnunarefni, en eg þori að fullyrða, að um helm-
ingur þessa köfnunarefnis og það verðmætasti hlutinn,
tapast við þær geymslu- og notkunaraðferðir, sem al-
ment eru notaðar.
3. Salernisáburður. Yfirleitt er þessum áburði lítið
til haga haldið og fæstir gera sér grein fyrir, hve mik-
5-