Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 64
66
ið verðmæti hann hefur og hvaða þýðingu hann gæti
haft fyrir þjóðarbúskapinn. Vér flytjum árlega til
landsins ógrynnin öll af köfnunarefnissamböndum í
ýmsum fæðutegundum og auk þess neytum vér mjög
mikils af þessum samböndum í framleiðslu landsins
sjálfs, mjólk, kjöti og fiski. Langsamlega mestum hluta
þessa köfnunarefnis, skilar líkaminn aftur í úrgangi
þeim, er vér nefnum þvag og saur. Það má telja, að
jurtanærandi efni í þessum úrgangi nemi árlega:
Köfn.efni Fosf. Kali
Fyrir hvern fullv. mann 5.17 kg. 1.2 kg. 1.0 kg.
Fyrir 80000 fullv. menn 413.6 tonn 96 tonn 80 tonn
Langsamlega mestur hluti þessara efna eru í þvag-
inu, eða % hlutar og má því reikna með, að áburðar-
verðmæti þeirra standi lítið að baki samskonar efnum
í tilbúnum áburði, og þó eigi væri hægt að handsama
nema helming þessa áburðarmagns, þá væri það samt
sem áður fyllilega tvöfalt verðmæti þess tilbúna áburð-
ar, er fluttist til landsins 1926.
í sveitunum er geymsla og hagnýting þessa áburðar
engum sérstökum vandkvæðum bundin; í kaupstöðun-
um mun hún eiga örðugra uppdráttar, meðan áburðar-
skortur eigi knýr þjóðirnar til nýtni á öllu því, er á-
burðarverðmæti hefur. Prófessor Sebelien talar um
þann möguleika, að stórbæirnir, af þessum ástæðum,
verði að hverfa frá sínum marglofuðu vatnssalernum,
eða að breyta þeim í annað form betra en þau nú eru í.
1. Fiskiúrgangur, þang og þari. í mörgum kauptún-
um landsins mætti vafalaust hafa mjög mikil not af
fiskiúrgangi til ræktunar, ef hirt væri um að safna
honum,* en því miður mun þetta óvíða gert svo nokkru
muni. Af rotnandi sjávarjurtum, — þangi og þara —
*■ Ræktunin við Húsavík í S.-Þing. er besta sönnun þessa máls.