Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 66

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 66
68 áburð, er ræktun vor þarfnast. Rúmsins vegna get eg eigi farið ítarlega út í þetta mál og til þess skortir líka allar nauðsynlegar rannsóknir, en eg vil þó aðeins nefna þær leiðir, er mér virðast líklegastar í þessu efni. 1. ÁburÖvr unninn úr loftinu. Mikill hluti þess köfn- unarefnis, sem nú er notað til áburðar í heiminum er unnið úr andrúmsloftinu. Norðmenn áttu forgönguna í þessum efnum, en á síðustu árum hafa Þjóðverjar, með breyttum og bættum aðferðum, náð forustunni í þessum iðnaði. Til þess að geta unnið köfnunarefnisá- burð á þennan hátt, þarf fyrst og fremst orku og í öðru lagi eitthvert það efni, er bundið getur köfnunar- efnið og gert það að meðfærilegum áburði. Orkuna höfum vér í ríkulegri mæli heldur en margar aðrar þjóðir, en hvort vér höfum nægilegt af þeim efnum í landinu, er þarf til þess að binda köfnunarefni and- rúmsloftsins, skal eg láta ósagt, þó þykir mér það sennilegt, að möguleikar til þessa séu hér fyrir hendi og byggi eg það á fjölbreytni þeirri, er á síðari árum er orðin í þessum iðnaði og meðan ítarleg rannsókn á þessu atriði, leiðir eigi hið gagnstæða í ljós, þá ætti oss að vera heimilt að trúa á þes^sa möguleika. Ef slíkum iðnaði sem þessum yrði komið á fót hér, þá væri ræktun landsins þar með trygt nægilegt köfn- unarefni, sem er það áburðarefnið, er hún má síst án vera. 2. ÁburÖur úr fiskiúrgangi. Samkvæmt Fiskiskýrsl- unum 1926, hafa borist hér á land það ár um 98 mill. kg. af nýjum, flöttum fiski. Hve miklu úrgangurinn úr þessum fiski hefur numið (hausar, innyfli, dálkar og úrgangsfiskur, sem mokað hefur verið í sjóinn), er ekki unt að segja með vissu, en vafalaust hefur það numið nokkrum tugum millj. kg. Nú er talið að slíkur

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.