Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 68
70 jurtanærandi efni, sem sérstaklega virðast þýðingar- mikil fyrir jarðrækt vora enn sem komið er. Eg er þó ekki í nokkurum vafa um, að kali-þörfin gerir líka vart við sig áður en langt um líður og það er þeim mun al- varlegra, sem kaliframleiðslan er takmarkaðri og meira einskorðuð við eitt land heldur en framleiðsla köfnunarefnis- og fósfórsýruáburðar. Nú er það kunn- ugra heldur en frá þurfi að segja, að við strendur lands vors rekur ógrynnin öll af sjávargróðri, sem innihaida mjög mikið kali, en auk þess talsvert af köfnunarefni og fósfórsýru. í nýreknu þangi er talið að sé um 1% kali, en sé það þurkað, getur kali-inni- haldið numið alt að 10% og sé þangið brent, getur þessi hundraðstala hækkað upp í 20%. í Noregi eru verk- smiðjur, er vinna joð úr þangi og framleiddu þær árið 1919 um 165 tonn af kali í sambandi við joð-iðnaðinn. Sama ár var ennfremur flutt út úr landinu 2500 tonn af þangösku, sem talið er að hafi innhaldið um 500 tonn af kali. Að þessu athuguðu virðist mér sennilegt, að þangtekja við strendur lands vors geti orðið grund- völlur að iðnaði, er fullnægt gæti kaliþörf jarðræktar vorrar fyrst um smn, Vér erum fátækir og fákunnandi í jarðræktarmál- um enn sem komið er, en iandið og hafið við strendur þess er auðugt að ýmiskonar gæðum og möguleikum, er vér aðeins höfum óljósa hugmynd um, en sem með réttri hagnýtingu gætu haft ómetanlega þýðingu fyrir jarðrækt vora. Þing og stjórn hefur á síðari árum sýnt mjög lofs- verða viðleitni til að efla og auka jarðræktina í land- inu og þessi viðleitni hefur þegar borið mikinn sýni- legan árangur. En meðan margt lofsvert átak hefur verið gert, til þess að auka ræktunaráhuga bændanna, þá hefur sorglega lítið verið gert, til að efla vísindaleg-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.