Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 70
Flatarmál og uppskera. Framleiðsla og tifkostnaður. Það mun láta nærri, að stærð túna vorra sé nú sam- tals um 26000 ha.* og að meðaluppskera sé um 38* hestar af töðu pr. ha. í 11.—12. tölubl. Freys 1928, skorar Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri á bænd- ur landsins, að tvöfalda stærð túnanna á næstu 5 ár- um og gera öll tún á landinu véltæk. Eg efast ekki um. að allir geti verið sammála um það, að þetta væri æski- legt, en um hitt, hvort það sé framkvæmanlegt, geta orðið deildar skoðanir, um það verður þó eigi deilt, að oss sé lífsnauðsyn að auka töðufeng vorn til mikilla muna í náinni framtíð, svo að vér getum algerlega lagt niður heyöflun á óræktuðu landi (áveituengi undan- skilið). Til þess að ná þessu takmarki eru tvær leiðir, sem vér verðum að fara samtímis. 1) Að auka upp- skeruna af hverri flatareiningu. 2) Að auka stærð hins ræktaða lands. Hve mikið sé hægt að auka upp- skeru hverrar flatareiningar með hagnaði, verður ekki sagt með vissu, en bæði tilraunir og reynsla einstakra manna virðast benda á það, að uppskera af sléttum og velræktuðum túnum eigi ekki að vera undir 60 hestum af töðu pr. ha. að meðaltali. Ef vér því sléttuðum og * Sjá: Áburðarþörf íslenskrar jarðræktar, bls. 56—71.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.