Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 71

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 71
73 bærum nægilega vel á það ræktaða land, er vér nú höf- um, þá ættum vér að geta aukið töðufenginn um 22 hesta að meðaltali af ha. en sú aukning næmi 572000 hestum fyrir alt landið. Undanfarin ár mun útengja- heyskapur; að flæðiengjaheyi undanskildu, hafa numið um og yfir 1 millj. hesta. Þegar tekið er tillit til þess, sem útheyshesturinn er léttari og rýrari að fóðurgildi heldur en töðuhesturinn, mun mega gera ráð fyrir, að þetta útheysmagn samsvari eigi meira en 700 þús. hestum af töðu. Nú getum^vér, með því að slétta og fullrækta þau tún, er vér höfum nú, aukið töðufeng- inn um 572000 hesta og þurfum vér þá aðeins að auka ræktunina um 2133 ha. til þess að geta framleitt það fóðurmagn af ræktaðri jörð, er vér nú fáum af túnum vorum og útengjum, þegar flæðiengi eru undanskilin. Ef vér aftur á móti gerðum ráð fyrir aðeins 50 töðu- hesta uppskeru að meðaltali af ha. af ræktuðu landi, þyrftum vér að auka ræktunina um 7760 ha. til þess að ná sama marki. Ef vér gerum ráð fyrir, að kostnað- ur við sléttun túnanna nemi kr. 250 á hvern ha., en það hygg eg að sé vel í lagt þegar litið er á það, að'all- mikill hluti hins ræktaða lands er sléttur og á þeim hluta, er þarf að slétta, mun eigi þurfa að gera ráð fyrir mikilli framræstu eða eins miklu fræi og áburði. eins og þegar um útjörð er að ræða. Ef vér ennfremur gerum. ráð fyrir, að hver nýræktaður ha. kosti kr. 1000.00, þá verður ræktunarkostnaðurinn alls: Fyrir 26 þús. rækt. ha. kr. 250.00 pr. ha. kr. 6500 þús. Fyrir 2133 ha. nýræktar 1000 kr. pr. ha. kr. 2133 þús. Samtals kr. 8733. þús. Eg geri ráð fyrir, að aukinn árlegur kostnaður við hið ræktaða land liggi aðallega í auknum áburði, en að uppskérukostnaður aukist eigi, þó uppskeran af hverri

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.