Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Qupperneq 72
74
flatareiningu vaxi, sá kostnaðarauki verður tæplega
meira en það, sem vinst við að túnin verða slétt og vél-
tæk. Aftur á móti verður að gera ráð fyrir auknum
uppskerukostnaði vegna nýyrkjunnar.
Aukinn árlegan tilkostnað reikna eg þannig:
Renta og afborgun af ræktunarkostnaði 10% Kr. 870 þús.
Aukinn áburður á 26000 ha. (75 kr. pr. ha.) — 1950 —
Áburður á 2133 ha nýræktar (150 kr. pr. ha) — 320 —
Kostnaður við að heyja 2133 ha. (60 kr. pr. ha.) — 128 —
Árlegur kostnaður samtals kr. 3,271 þús.
eöa rúmlega sy4 milljón króna.
Til þess að séð verði, hvort þessi tilkostnaður sé
réttmætur, verðum vér að gera oss grein fyrir, hve
mikið það úthey, er vér öflum utan flæðiengja, kostar.
Eftir minni reynslu og athugunum, þá hygg eg að eigi
megi gera ráð fyrir, að einn karl og kona í sameiningu
heyi meira en 150 hesta af útheyi á venjulegu útengi í
10 vikur. Ef vér gerum kaup karlmannsins með fæði
60 kr. á viku og kaup kvenmannsins 35 kr., þá verður
þessi tilkostnaður kr. 950.00 og þegar hér við bætist
áhaldaslit, hestavinna o. f 1., mun mega gera ráð fyrir,
og hverjir 150 hestar af venjulegu útheyi kosti kr.
1050,00 eða kr. 7.00 pr. hest; en 1 millj. útheyshesta
kostar þá 7 milljónir króma. Árlegur ágóði, af ofan-
greindri ræktun, verður þá um 3% millj. króna, eða
meira en andvirði helmingsins af útfluttum landbún-
aðarafurðum 1926.
Ef vér aftur á móti gerum ráð fyrir aðeins 50 hest-
um pr. ha. af ræktuðu landi, sem þó vafalaust er of
lágt með því áburðarmagni, er hér er gert ráð fyrir,
þá verður þessi reikningur þannig: