Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Qupperneq 73
75
Renta og afborgun af 14260 þús. kr. (10%) Kr. 1426 Þús.
Aukinn áburður á 2600 ha (75 kr. pr. ha.) — 1950 —
Áburður á 7760 ha. nýræktar (150 kr. pr. ha.) — 1164 —
Kostnaður við að heyja 7760 ha (60 kr. pr. ha.) — 466 —
Árlegur kostnaðarauki kr. 5006 þús.
Ágóðinn verður samt sem áður um 2 millj. króna.
Það er alment kvartað yfir slæmri afkomu landbún-
aðarins, kaupgjaldið er hátt, erlenda varan dýr en verð
landbúnaðarafurðanna lágt. Vér ráðum að mjög litlu
leyti við verðlag innlendrar og erlendrar vöru, aðeins
tilviljun ein getur, að nokkrum verulegum mun, breytt
því til batnaðar fyrir íslenskan landbúnað. Sama er að
segja um kaupgjaldið, það skapast aðallega af sjávar-
útveginum, sem ber ægishjálm yfir landbúnaðinn, hvað
t alla umsetning og nýtísku aðferðir við framleiðsluna á-
hrærir. Eina leiðin til þess að bæta afkomu landbún-
aðarins, sem virðist opin, er að lækka framleiðslukostn-
aðinn og það gerum vér best á þann hátt, að auka
ræktunina og þann afrakstur er hún gefur, svo að vér
getum slegið striki yfir hinn dýra og óhagstæða út-
engjaheyskap, sem nú er orðinn hreinasta niðurdrep
fyrir íslenskan landbúnað.
öll tún slétt og hálfu stærri en nú að 5 árum liðnum
er glæsilegt takmark og víst væri æskilegt, að vér gæt-
um sett markið svo hátt, en því megum vér eigi
gleyma, að ef slík ræktunaralda á að verða oss að full-
um notum, þá verðum vér jafnframt að þrefalda upp-
skeruna af rsektuðu landi næstu 5 árin og auka fram-
leiðsluna af búum vorum um þriðjung. Þeir sem ekki
treysta sér til að ná þessu marki, geta sett sér annað,
sem mun auðveldara er að ná, en það er: Að auka stærð
, og afrakstur liins ræktaða lands svo, að vér, að 5 árum
) liðnum, getum tekið alt það heyfóður, er vér þörfnumst