Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 4
6
Stefánsson á Varðgjá, en var endurkosinn með 13 at-
kvæðum.
Endurskoðendur voru endurkosnir, þeir Davíð Jóns-
son á Kroppi og Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili.
Til viðbótar við framantalda fulltrúa, mætti nokkru
síðar Kristján E. Kristjánsson á Hellu á Árskógs-
strönd.
Var þá fundi frestað til næsta dags.
Næsta dag var fundur aftur settur kl. 10 árdegis, og
var þá kosinn skrifari Jón Gíslason í fjarveru Hólm-
geirs Þorsteinssonar.
8. Álit laganefndar. — Framsögumaður nefndarinn-
ar ólafur Jónsson gerði grein fyrir starfi nefndarinn-
ar og lagði fyrir fundinn eftirfarandi nefndarálit:
»Nefndin hefir athugað tillögur þær til breytinga á
lögum Ræktunarfélags Norðurlands, sem stjórn félags-
ins hefir lagt fyrir fundinn, og leggur hún til, að þær
séu samþyktar eins og stjórnin hefir frá þeim gengið,
að því einu undanskyldu, að í stað orðanna í 16. gr.
»þarf % hluta« komi: »þurfa % hlutar«.
Ennfremur vill nefndin benda á, að töluröð grein-
anna breytist með tilliti til þeirra greina, sem burtu
eru feldar.
Með tilliti til starfseminnar á yfirstandandi ári, þá
leggur nefndin til að eftirfarandi tillögur séu sam-
þyktar:
1. »Fundurinn samþykkir að kjósa tvo fulltrúa, er,
ásamt stjórn Ræktunarfélags Norðurlands, semji upp-
kast að lögum og starfsháttum fyrir sjálfstætt búnað-
arsamband í Eyjafjarðarsýslu og þeim 2 hreppum af
Suður-Þingeyjarsýslu sem liggja að Eyjafirði og senda
búnaðarfélögunum til umsagnar.
Ennfremur felur hann stjórn Ræktunarfélagsins að