Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 5
7
kalla saman fulltrúafund, frá búnaðarfélögunum á
þessu svæði, til þess að stofna sambandið svo snemma,
að það geti tekið til starfa um næstu áramót«.
2. »Fundurirfh samþykkir að veita Búnaðarfélagi
Svarfdæla kr. 300.00 — þrjú hundruð krónur — af fé
til sambandsstarfsemi á yfirstandandi ári til dráttar-
vélakaupa, samkv. umsókn þess, dags. 30. apríl þ. á.,
en getur hinsvegar eigi orðið við beiðni Búnaðarfélags
Svalbarðsstrandar, í erindi dagsettu 15. f. m., þar sem
þetta félag hefir fyrir aðeins tveimur árum fengið
styrk frá Ræktunarfélaginu.
Að öðru leyti lítur fundurinn svo á, að fé það, sem
Ræktunarfélagið á yfirstandandi ári hefir til sam-
bandsstarfsemi við Eyjafjörð, sé eigi meira en svo að
nægi til þess að standast straum af hinni almennu og
venjulegu sambandsstarfsemi félagsins og stofnun
hins fyrirhugaða sambands«.
Er hér var komið fundi var mættur réttkjörinn full-
trúi Búnaðarfélags öxfirðinga, Baldur öxdal.
Um álit nefndarinnar urðu miklar umræður og að
þeim loknum var gengið til atkvæðagreiðslu um tillög-
ur stjórnarinnar til breytinga á lögum Ræktunarfé-
lagsins.
Voru tillögurnar bornar upp hver fyrir sig og allar
samþyktar með öllum atkvæðum með breytingu laga-
nefndar.
Lögin síðan borin upp í heild með áorðnum breyt-
ingum og samþykt með öllum atkvæðum.
Hinar samþyktu tillögur hljóða svo:
7. gr. orðist þannig:
Félagssvæðið nær frá Hrútafirði til Gunnólfsvíkur-
fjalls og hafa félagar innan þessara takmarka rétt til
að mynda deildir og senda fulltrúa á fundi félagsins,